Hnefaleikamót 8.- 9.feb 2013

Hnefaleikafélag Akraness(HAK) og Hnefaleikafélag Reykjavíkur(HR) / Mjölnir standa fyrir stóru móti í ólympískum hnefaleikum dagana 8. og 9. febrúar næstkomandi. Þetta verður stórviðburður í hnefaleikum á Íslandi þar sem margir af færustu boxurum þjóðarinnar etja kappi við sterka hnefaleikamenn og konur frá bæði Danmörku og Grænlandi. Mótið verður í tveimur hlutum, föstudaginn 8 febrúar mun […]

Opinn dagur Hnefaleikafélags Akraness.

Á morgunn miðvikudaginn 16.jan ætlum við að hafa opið hús í aðstöðunni okkar í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu. Við munum opna kl.17:00 og það verður opið til kl.19:00. Þjálfararnir okkar verða á staðnum ásamt keppnisboxurum til að leiðbeina og kynna íþróttina fyrir gestum og gangandi. Við munum hafa létta yfirferð á skemmtilegum æfingum sem allir […]

Æfingar að hefjast, opið hús miðvikudaginn 16.jan kl.17 – 19

Mánudaginn 7.jan hefjum við æfingar að nýju skv. stundatöflu. Það hafa verið gerðar smávæginlegar breytingar á stundatöflunni, krakkahópurinn skiptist í tvent og það verða 2 æfingar á viku fyrir hvorn hóp. Aðrir tímar haldast óbreyttir. Við verðum með opið hús miðvikudaginn 16.jan kl.17 – 19 – nánari upplýsingar síðar. Kv. Stjórnin

ACBC box cup í Gautaborg

Fjórir iðkendur frá hnefaleikafélagi Akraness tóku þátt á einu stærsta áhugamannamóti í Evrópu sem haldið var í Gautaborg dagana 2-4 nóvember. Þeir Hróbjartur Árnason, Arnór Már Grímsson, Gísli Kvaran og Marínó Elí Gíslason Waage voru hluti af 35 manna íslensku liði og voru þátttakendur frá Íslandi í öllum aldursflokkum, sá yngsti 12 ára. Skagamennirnir mættu […]

Flott frammistaða hjá HAK-mönnum

Hnefaleikafélag Akraness tefldi fram tveimur keppendum á fyrsta hnefaleikamóti ársins sem var á vegum HR/Mjölnir í Mjölniskastalanum í gærkvöldi. Frá Akranesi tóku þeir Arnór Már Grímsson (64kg) og Hróbjartur Trausti Árnason (75kg) þátt. Arnór Már mætti Þránni Sigurðsyni frá HR/Mjölni og átti í litlum vandræðum með hann, enda Arnór Már einn reynslu mesti hnefaleikakappi landsins […]

Opið hús hjá HAK

Föstudaginn 24.ágúst verður opið hús hjá okkur í kjallaranum í íþróttahúsinu við Vesturgötu frá klukkan 17:00 – 18:30. Þjálfarar og leiðbeinendur verða á staðnum og munu leiðbeina fólki og svara spurningum. Endilega mætið og kynnið ykkur frábæra íþrótt. Heitt á könnunni.

Æfingar HAK að hefjast og heimasíða uppfærð

Eftir gott sumarfrí og flottar breytingar á æfingarýminu okkar, munum við hefja æfingar að fullu skv. nýrri stundatöflu, mánudaginn 27.ágúst nk. Nýja stundataflan er komin á síðuna (með fyrirvara um smávægilegar breytingar). Við hvetjum alla sem áhuga hafa að kíkja við á æfingu og kynna sér þessa frábæru íþrótt.

Úrslit frá Danmörku

Þrír keppendur frá hnefaleikafélagi Akraness tóku þátt í hnefaleikakeppnum í Danmörku síðastliðna helgi ásamt keppendum frá hnefaleikafélaginu Æsir. Frá HAK fóru þeir, Guðmundur Bjarni Björnsson, Eyþór Helgi Pétursson og Arnór Már Grímsson, ásamt Þórði Sævarssyni, þjálfara. Fyrri keppnin var á vegum BK Örnen í Nakskov og þar mætti fyrst Eyþór Helgi Emill Lynggaard. Eins og […]

Hnefaleikafélag Akraness á faraldsfæti.

Næstkomandi helgi leggja þrír hnefaleikakappar frá Akranesi í sína aðra keppnisferð á árinu til útlanda. Fyrir skemmstu voru HAK-menn í Nuuk á Grænlandi og nú er röðin komin að danaveldi. Þeir Guðmundur Bjarni Björnsson, Eyþór Helgi Pétursson og Arnór Már Grímsson taka þátt í tveimur keppnum dagana 4 og 5 maí. Fyrri keppnin er haldin […]