ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Jafnréttisstefna ÍA

  • Íþróttabandalag Akraness leggur áherslu á jafnrétti kynjanna hvað varðar aðstöðu, þjálfun og fjármagn. Félagið veitir öllum iðkendum möguleika á aðstunda íþróttir óháð kynferði, búsetu, þjóðerni, trú eða litarhætti.
  • Iðkendur á Akranesi eiga jafnan rétt og möguleika til að stunda íþróttir með aðildarfélögum ÍA óháð, kyni, fötlun, uppruna, trúarskoðun eða efnahag.
  • Bæði kyn hafa jafna möguleika til að stunda allar íþróttagreinar sem aðildarfélög ÍA bjóða uppá.
  • Aðildarfélög ÍA gera sömu hæfniskröfur til þjálfara beggja kynja og greiða laun skv. menntun þeirra og reynslu en ekki kynferði þeirra sjálfra eða þeirra sem þeir þjálfa.
  • Aðildarfélög ÍA sjá til þess að aðstaða og möguleikar beggja kynja til afreka sé jöfn og hvetja bæði kyn jafnt til afreka.
  • Iðkendur, félagsmenn og starfsmenn aðildarfélaga ÍA hafa ekki uppi orð eða athafnir sem líta má á sem kynja- eða kynþáttamisrétti gagnvart öðrum.
  • Iðkendur og aðrir félagsmenn eru meðvitaðir um menningarmun og hugsanlega vanþekkingu innflytjenda á aðstæðum á Akranesi og leggja sig fram um að aðstoða alla við aðlögun að íþróttastarfi ÍA.
  • Leitast er við að kynjahlutföll séu sem jöfnust í stjórnum félaga og íþróttabandalags svo og öðrum trúnaðarstörfum innan aðildarfélaga ÍA.
Edit Content
Edit Content
Edit Content