ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

hestamennska

Formaður

Guðmundur Gísli Sigurðsson

860-6111 / dreyri@gmail.com

VARAFORMAÐUR

Jóna Mjöll Kúld

888-0417

GJALDKERI

Rúna Björt Ármannsson

RITARI

Magnús Karl Gylfason

Meðstjórnandi

Linda Hrönn Reynisdóttir

Varamaður

Hjördís Helma Jörgensdóttir

Varamaður

Aðalsteinn Maron Árnason

Æskulýðsnefnd

Mótanefnd

Hússtjórn / Félagsheimilið

Reiðhallarnefnd

Beitarnefnd

Vallarstjóri

Fræðslu og skemmtinefnd

Öryggisnefnd

Reiðveganefnd

Félagskjörnir skoðunarmenn

Hestamannafélagið Dreyri var stofnað 1. maí 1947. Félagsvæðið er Akranes og Hvalfjarðarsveit, þ.e frá Hvalfjarðarbotni að Borgarfjarðarbrú.

Hesthúsahverfi Dreyra er á Æðarodda rétt fyrir utan Akranes og þar eiga einnig Dreyrafélagar félagsheimili. 35 hesthús má finna á svæðinu, tvö 18 hesta hús en flest húsin eru 12 hesta og svo nokkur 8 hesta. Þar að auki má finna sauðfé í nokkrum húsana sem lífgar upp á umhverfið.

Á Æðarodda er löglegur hringvöllur fyrir íþróttakeppni, upphitunarvöllur, stórt gerði og svokölluð „tamningatunna“.
Skeiðbraut /kappreiðabraut með áhorfendabrekku er á Barðanesi sem er austan við Æðarodda og tilheyrir Hvalfjarðarsveit.
Félagsbúningur Dreyra er rauður jakki með svörtum kraga, hvít skyrta, svart hálsbindi og svartar buxur.

Félagsheimili félagsins, Oddi, er á staðnum sem og hesthús hestamanna, æfingasvæði, keppnisvöllur og fleira. Félagsheimilið er leigt út fyrir ýmis tilefni s.s. fermingar og afmæli og sér húsnefnd um allar bókanir og eftirlit hússins.

Hússtjórn: Ragnheiður Helgadóttir 861-4415 og Ragnheiður Stefánsdóttir 844-1006

1. grein Heiti, heimili og varnarþing

Nafn félagsins er Hestamannafélagið Dreyri. Félagssvæðið er Akranes og Hvalfjarðarsveit. Heimili þess og varnarþing er Akranes. Félagið er aðili að ÍA, LH, og ÍSÍ og er háð lögum, reglum og samþykktum þessara samtaka.

Félagið er aðili að ÍA, LH og ÍSÍ og er háð lögum og reglum samþykktum þessara samtaka.

2. grein Tilgangur

Tilgangur félagsins er að efla áhuga á hestum og hestamennsku í sem víðtækustu merkingu þess orðs. Einnig að stuðla að góðri meðferð hrossa og gæta hagsmuna félagsmanna í hvívetna. Það skal gert meðal annars með því að:

Stuðla að sem bestri aðstöðu fyrir félagsmenn og hesta þeirra.

Byggja upp og viðhalda keppnisaðstöðu fyrir hinar ýmsu keppnisgreinar í hestamennsku.

Að greiða fyrir því að félagsmenn geti átt aðgang að sameiginlegum beitarhögum fyrir reiðhesta sína

Standa fyrir fræðslu og kennslu til handa félagsmönnum.

Standa fyrir mótahaldi og sýningum á sem breiðustum grunni.

Byggja upp og viðhalda reiðvegum og reiðleiðum á félagssvæði Dreyra.

Koma á framfæri og halda á lofti sjónarmiðum félagsmanna sem varða sameiginlega hagsmuni þeirra.

Félaginu ber að halda til haga öllum gögnum er viðkoma félagsstarfi og mótahaldi á vegum félagsins eða mótum sem félagið er aðili að.

3. grein Félagsaðild

Félagar geta öll orðið sem þess óska og eru reiðubúin til þess að hlíta lögum og reglum félagsins. Umsóknir um inngöngu í félagið skal afhenda eða senda stjórn félagsins sem skráir nýja félagsmenn. Nýir félagar öðlast öll félagsréttindi með greiðslu árgjalds. Keppnisréttur er þó háður ákvæðum laga LH og ÍSÍ. Nýir félagar skulu kynntir á næsta aðalfundi. Óski félagsmaður að ganga úr félaginu skal hann tilkynna það til stjórnar félagsins skriflega. Úrsagnir úr félaginu skal kynna á næsta aðalfundi. Félagar sem verða 16 ára á almanaksárinu og yngri, hafa hvorki kosningarétt né kjörgengi.

 

4. grein Félagsgjöld

Árgjald félagsmanna og skipting þess á milli aldursflokka skal ákveðið fyrir næsta starfsár á hverjum aðalfundi. Stjórn félagsins sér um innheimtu félagsgjalda og er eindagi þeirra 1. apríl. Ef árgjald er ógreitt á eindaga missir viðkomandi félagsmaður öll félagsréttindi þangað til árgjald er greitt. Ef árgjald er enn ógreitt þann 1. október fellur viðkomandi sjálfkrafa af félagaskrá Dreyra og skal það tilkynnt á næsta aðalfundi. Viðkomandi getur ekki öðlast félagsréttindi á ný nema eldri skuld sé greidd. Börn 16 ára og yngri eru gjaldfrí. Bóka skal í fundargerð aðalfundar skiptingu félagsgjalda hvers aldurhóps fyrir sig og birta á heimsíðu félagsins eins fljótt og auðið er að loknum aðalfundi.

5. grein Stjórn, kosningar

Stjórn félagsins skipa fimm aðilar: formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Í varastjórn eru tveir aðilar og skulu boðaðir til stjórnarfunda í þeirri röð sem þeir eru kosnir. Stjórnin er kosin á aðalfundi sem hér segir; formaður og varaformaður eru kosnir til tveggja ára í senn en aðrir stjórnarmenn og varastjórnarmenn í eitt ár í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum.

Kosningar skulu vera skriflegar ef uppástunga kemur um fleiri en einn frambjóðanda.

Formaður er fulltrúi félagsins út á við og hefur umsjón með öllum framkvæmdum þess nema öðruvísi sé ákveðið. Stjórnin boðar félagsfundi. Formaður stýrir þeim eða nefnir til annan. Í fundarboði skal tilgreina fundarefni. Ritari varðveitir bækur og skjöl félagsins, skrifar fundargerðir stjórnar og heldur utan um skráningu í félagskerfi. Gjaldkeri hefur fjárreiður félagsins á höndum og annast innheimtu.

 

6. grein Félagsfundur

Félagsfundir skulu haldnir svo oft sem þurfa þykir eða ef tíu eða fleiri óska þess og tilgreina fundarefni. Fundur skal boðaður með minnst þriggja daga fyrirvara og telst lögmætur ef löglega er til hans boðað. Ályktun lögmæts félagsfundar verður ekki breytt milli aðalfunda.

7. grein Aðalfundur

Aðalfund skal halda í nóvember ár hvert og hefur aðalfundur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfundur er ekki löglegur nema til hans sé boðað með minnst 7 daga fyrirvara.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

-Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins

-Skýrsla stjórnar

-Gjaldkeri leggur fram drög að reikningum félagsins. Ársreikningur verður lagður fram til samþykktar á framhaldsaðalfundi eftir hver áramót.

-Skýrslur nefnda.

-Kynning á inngöngu nýrra félaga og úrsögnum félagsmanna

-Lagabreytingar

-Kosning stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna, og nefnda félagsins.

-Árgjald

-Önnur mál.

 

8. grein Skoðunarmenn

Á aðalfundi skal kjósa til eins árs í senn tvo skoðunarmenn og tvo til vara til þess að yfirfara reikninga félagsins.

 

9. grein Reikningsár félagsins

Reikningsár félagsins skal vera almanaksárið.

Ársreikningur skal vera tilbúinn til samþykktar á framhaldsaðalfundi og skoðaður af skoðunarmönnum eigi síðar en 15. febrúar.

10. grein Starfsnefndir og nefndir

Stjórn félagsins er heimilt að skipa nefndir til að vinna að ákveðnum verkefnum og setja þeim starfsreglur. Öll fjármál nefnda skulu fara í gegnum stjórn félagsins. Fastanefndir félagsins eru mótanefnd, vallarnefnd, beitarnefnd, fræðslu- og skemmtinefnd, húsnefnd, reiðveganefnd, æskulýðsnefnd og reiðhallarnefnd.

Nefndir skulu að lágmarki vera skipaðar 3 félagsmönnum. Nefndarmenn skipta með sér störfum á fyrsta fundi eftir aðalfund.

Formönnum nefnda er skylt að skila skýrslu eða fundargerð um störf nefndar til stjórnar hvenær sem hún óskar þess.

11. grein Aðild að íþróttasamböndum

Val fulltrúa á sambandsþing ÍA og ársþing LH miðast við skráða félagsmenn skv. félagatali s.l. starfsárs. Stjórn tilnefnir fulltrúa á sambandsþing.

 

12. gr. Háttvísi- og siðareglur

Félagið starfar eftir háttvísiviðmiðum ÍSÍ og UMFÍ ásamt því að starfa samkvæmt siðareglum Íþróttabandalags Akraness.

13. grein Þátttaka í félagarekstri

Heimilt er að félagið taki þátt í stofnun og eigi í félögum, s.s. hlutafélögum, sem hafa það að markmiði að bæta aðstöðu og vinna að hagsmunum félagsmanna og hestamanna almennt. Þessi heimild skal háð samþykki félagsfundar hverju sinni. Stjórn félagsins skal tilnefna og/eða skipa fulltrúa félagsins á fundi slíkra félaga og í stjórnir þeirra, eftir því sem samþykktir þeirra segja fyrir um.

14. grein Lagabreytingar

Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi og því aðeins að 2/3 hlutar greiddra atkvæða falli með tillögunni. Tillögur til lagabreytinga skulu hafa borist stjórn fyrir 31. ágúst. Tillögur til lagabreytinga skal kynna í aðalfundarboði.

15. grein Afl atkvæða

Meirihluti atkvæða ræður úrslitum á fundum félagsins.

16. grein Gildistaka

Lög þessi tóku gildi eftir aðalfund 30. nóvember 2022 og eru þá eldri lög félagsins numin úr gildi.

Edit Content
Edit Content
Edit Content