ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Úrslit frá Danmörku

Úrslit frá Danmörku

08/05/12

#2D2D33

Þrír keppendur frá hnefaleikafélagi Akraness tóku þátt í hnefaleikakeppnum í Danmörku síðastliðna helgi ásamt keppendum frá hnefaleikafélaginu Æsir. Frá HAK fóru þeir, Guðmundur Bjarni Björnsson, Eyþór Helgi Pétursson og Arnór Már Grímsson, ásamt Þórði Sævarssyni, þjálfara. Fyrri keppnin var á vegum BK Örnen í Nakskov og þar mætti fyrst Eyþór Helgi Emill Lynggaard. Eins og venjulega boxaði í Eyþór í háu tempói og sótt hart en Emil læt sér nægja að svara með gagnhöggum sem rötuðu allt of oft inn. Þrátt fyrir það hafði Eyþór mikla yfirburði í annari og þriðju lotu, allt undir lokin þegar Emil náði að tveimur mjög góðu höggum inn. Eyþór tapaði fremur óverðskuldað, flestum að óvöru. Arnór Már mætti Niclas Kierdorf og laut einnig í lægri haldi. Arnór var einbeitingalaus og sló allt of lítið, auk þess sem Niclas fékk að skora allt of ódýr stig. Guðmundur Bjarni keppti við heimamanninn Ander Ghanoum sem mætti með fullt hús stuðningsmanna. Guðmundur átti jafnar og góðar tvær lotur en í þriðju lotu steig Anders ofan á fótinn á Gumma um leið og hann sló og við það sneri Gummi á sér ökklann. Hann kláraði leikinn en tapaði þriðju lotunni og þar með leiknum á öðrum fæti. Það voru því tveir Skagamenn sem kepptu daginn eftir í Vordingborg og mættu tvíefldir til leiks, tilbúnir að sanna sig. Arnór Már mætti Alexander Bolstrup frá Jyllinge Box Team og það var vægast sagt flottur leikur. Arnór byrjaði vel einbeittur og nákvæmur með vörnina á réttum stað og skoraði hvað eftir annað. En augnabliks kæruleysi með hendurnar niðri sendi Arnór í gólfið þegar Alaexander smellhitti hann með hægri krók. Arnór hélt þó ró sinni, fékk hendurnar upp og vann sig út úr lotunni. Næstu tvær lotur voru skólabók í gagnhöggum þegar Arnór raðaði inn stigum á Alexander sem sótti hvað hann mátti og hitti lítið. Þrátt fyrir það hlaut Alexander sigurinn 2-1 og var mestu hissa sjálfur. Eftir leikinn sýndi hann þann drengskap ásamt þjálfara sínum að koma til okkar og viðurkenna ósigurinn en úrslitin standa fyrir það. En frábær frammistaða hjá Arnóri sem á bara eftir að verða sterkari. Eyþór Helgi hafði líka sitt að sanna og hann óð í andstæðing sinn Casper Hansen frá fyrstu til síðustu mínútu og gaf engin grið. Casper svarði vel með hægra gagnhöggi en Eyþór gaf ekkert eftir og úr varð heldur mikið hnoð enda báðir menn alveg búnir með alla orku. Í þriðju lotu fékk Eyþór svo tekið af sér stig fyrir að halda og það var stigið sem kostaði sigurinn á dómaraspjöldunum, 2-1 sigur fyrir Casper. Í allt mjög gott seinna kvöld og greinilegt að strákarnir uxu með reynslunni. Þeir verða bara betri og með meiri reynslu og þeir koma til með að setja næstu dani sem þeir mæta í gólfið. Framundan eru svo æfingar út maí og svo verðskuldað sumarfrí hjá hópnum.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content