ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Tryggingamál iðkenda og félaga

Tryggingar íþróttafélaga – Iðkendur

Almennt er það að hver og einn er á eigin ábyrgð í sinni íþróttaiðkun. Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn geri sér grein fyrir því að börn eru á ábyrgð foreldra sinna í íþróttum hverju sinni og samkvæmt íslenskum lögum bera þau félög og samtök sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi ekki sjálfkrafa ábyrgð á slysum sem börn verða fyrir í starfinu. Því er mikilvægt að foreldrar kynni sér þetta og sé í sambandi við sitt tryggingarfélag.

Heimilistryggingar fela oft í sér ábyrgðartryggingu vegna tjóns sem börn valda og sumar fela líka í sér slysatryggingar vegna tjóns sem börn valda og enn aðrar fela líka í sér slysatryggingu vegna slysa sem börn verða fyrir í frítíma. Þar sem að slíkum slystryggingum sleppir er barn eða ungmenni ekki tryggt í félags- og tómstundastarfinu frekar en þegar það er úti að leik.

Fjöl­skyldu- og heim­il­is­trygg­ingar inni­halda flestar slysa­trygg­ingar í frí­tíma sem tryggja börn við æf­ingar og í keppni að 16 ára aldri. Þær trygg­ingar greiða bætur vegna sjúkra­kostnaðar, var­an­legrar ör­orku og and­láts af völdum slysa.

Íþróttabandalag Akraness er ekki með neina tryggingu sem tryggir iðkendur, félög eða þjálfara heldur fellur sú skylda á félögin sjálf. Skaðabótaskylda félaga og/eða þjálfara á þó eingöngu við ef sá sem stendur fyrir starfinu hefur sýnt af sér sök, t.a.m. vanrækslu við að gæta barna, og það veldur slysi.

Frekari upplýsingar um tryggingamál félagasamtaka má finna í bæklingi sem gefinn var út af menntamálaráðuneytinu um Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga.

Tryggingar íþróttafélaga – Félög og þjálfarar

Íþróttabandalag Akraness er ekki með neina tryggingu sem tryggir iðkendur, félög eða þjálfara heldur fellur sú skylda á félögin sjálf.

Skaðabótaskylda félaga og/eða þjálfara á eingöngu við ef sá sem stendur fyrir starfinu hefur sýnt af sér sök, t.a.m. vanrækslu við að gæta barna, og það veldur slysi.

Sum félög hafa tekið þá ákvörðun að hóptryggja sína félagsmenn, 16 ára og eldri við æfingar og keppni. Mælt er með að félögin kynni sér sérstaklega:

1. Ábyrgðartryggingu

Ef þjálfari / félag er gert skaðabótaskylt gagnvart félagsmanni sem slasast eða tjóni sem verður á eignum. Um háar fjárhæðir getur verið um að ræða sem erfitt getur verið fyrir félögin að greiða.  getur orðið stór biti fyrir félögin,þetta geta bæði verið tjón á eignum og líkamstjón. Tjónþolar gera verið ýmist starfsmaður, viðskipta­vinur, þjálf­ari, iðkandi eða ótengdur aðili.

2. Slysatryggingu launþega

Samkvæmt kjarasamningum ber vinnuveitanda að slysatryggja starfsmenn sína. Nokkuð misjafnt er eftir stéttafélögum hvernig þessari tryggingu er háttað en almennt er um að ræða dánar- og örorkubætur og oft dagpeninga.  Trygging þessi gildir ýmist í vinnu og á milli vinnustaðar og heimilis, eða allan sólarhringinn.

Eftirtaldir bótaþættir eru almennt innifaldir í tryggingunni :

  • Dánarbætur
  • Örorkubætur
  • Dagpeningar vegna tímabundinnar óvinnufærni ( misjafnt eftir kjarasamningum)
  • Tjón á persónulegum munum við vinnu ( valkvætt )

Ábyrgðartryggingu fyrir þjálfara / verktaka :

Oft eru þjálf­arar ráðnir sem verk­takar og getur skaðabótaskylda fallið beint á þá hafi þeir sýnt af sér sök. Í sumum tilvikum getur ábyrgðartrygging félags náð yfir störf verktaka sem eru í þjálfun á ákveðnum tímum á ákveðnum dögum.

Mælt er með að verktakar hugi að sínum tryggingum hjá vinnuveitanda og tryggingarfélagi.

Frekari upplýsingar um tryggingamál félagasamtaka má finna í bæklingi sem gefinn var út af menntamálaráðuneytinu um Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga.

Edit Content
Edit Content
Edit Content