ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

kraftlyftingar

Kraftlyftingafélag Akraness

Stofnað: 24. nóvember 2009

Kennitala: 460110-0680

Reikningsnúmer: 552-26-6800

Tilgangur félagsins er að kenna og iðka kraftlyftingar og gæta hagsmuna félagsmanna. Félagið leggur áherslu á að félagsmenn keppi eftir þeim reglum sem gilda hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands hverju sinni. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að skapa aðstöðu til iðkunar greinarinnar, auka fræðslu og kynningu á íþróttinni. Félagið vinnur að því að útbúa aðstöðu fyrir kraftlyftingar í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu.

Saga félagsins

Eftir að samþykkt var að Kraftlyftingasamband Íslands (KRAFT) mundi sækja um aðild að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) í desember árið 2008 hófst stofnun kraftlyftingafélaga á Íslandi.

Fljótlega barst til tals að stofna félag á Akranesi innan vébanda Íþróttabandalags Akraness (ÍA) en lítið gerðist í þeim málum. Fyrir íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu 2009, sem haldið var á selfossi 22. nóvember það ár, hugðist Kári Rafn Karlsson skrá sig íKraftlyftingadeild Breiðabliks til að geta keppt á því móti. Guðjón Hafliðason, þáverandi formaður Kraftlyftingadeildar Breiðabliks og varaformaður í stjórn KRAFT, reið þá á vaðið og hafði samband við vel valda aðila upp á Skaga um stofnun félags og hjólin fóru loks að snúast. Kári varð fyrstur til að keppa undir merkjum Kraftlyftingafélags Akraness, þó að félagið væri ekki formlega stofnað en stofnfundurinn sjálfur var haldinn tveimur dögum síðar (24. nóvember 2009).

Fundurinn var vel sóttur af kraftlyftingaáhugamönnum af Akranesi auk fulltrúa úr stjórn KRAFT, þau Auðunn Jónsson varamaður, Guðjón Hafliðason varaformaður, Gry Ek ritari, og Sigurjón Pétursson formaður, og fulltrúa ÍA, þeir Sturlaugur Sturlaugsson formaður og Jón Þór Þórðarson íþróttafulltrúi.

Edit Content
Edit Content
Edit Content