ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Hnefaleikamót 8.- 9.feb 2013

Hnefaleikamót 8.- 9.feb 2013

24/01/13

#2D2D33

Hnefaleikafélag Akraness(HAK) og Hnefaleikafélag Reykjavíkur(HR) / Mjölnir standa fyrir stóru móti í ólympískum hnefaleikum dagana 8. og 9. febrúar næstkomandi. Þetta verður stórviðburður í hnefaleikum á Íslandi þar sem margir af færustu boxurum þjóðarinnar etja kappi við sterka hnefaleikamenn og konur frá bæði Danmörku og Grænlandi.

Mótið verður í tveimur hlutum, föstudaginn 8 febrúar mun Hnefaleikafélag Akaness standa fyrir fyrri hluta mótsins, það verður haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Daginn eftir, laugardaginn 9 febrúar mun Hnefaleikafélag Reykjavíkur / Mjölnir halda seinni hluta mótsins í aðstöðu sinni að Seljavegi 2 (gamli loftkastalinn).
Aldrei hefur eins mörgum hnefaleikafélögum verið boðið til landsins í einu og er þetta því umfangsmesti hnefaleikaviðburður í sögu Íslands. Félögin frá Danmörku sem koma til landsins eru Grindsted BK og Gladsaxe BK, félögin frá Grænlandi eru Fight club Nanoq og BK Qaqortoq. Til gamans má geta að Qaqortoq er vinabær Akraness á Grænlandi.
2013 er stórt ár fyrir hnefaleika á Íslandi því það eru 10 ár frá fyrsta löglega mótinu sem haldið var í ólympískum hnefaleikum síðan þeir voru leyfðir aftur eftir 47 ára bann. Einnig er 10 ára afmæli Hnefaleikafélags Reykjavíkur sem er í dag hluti af Mjölni og 5 ár frá formlegri stofnun Hnefaleikafélags Akraness.

Edit Content
Edit Content
Edit Content