ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Umhverfisstefna ía

ÍA lætur umhverfismál sig mikið varða og vill leggja sitt af mörkum til að vernda umhverfið og bæta.

  • Að iðkendur, félagsmenn og stuðningsfólk fylgi þeim umgengnisreglum sem gilda í íþróttamannvirkjum á Akranesi.
  • Að ruslafötur séu til staðar á æfinga- og keppnissvæðum og allir hvattir til að nýta þær.
  • Að hvetja til sparnaðar í keyrslu á æfingar og mót með því að ganga, hjóla og sameinast í bíla.
  • Að stuðla að því að almenningssamgöngur séu í boði fyrir iðkendur sem þurfa að sækja æfingar langt að.
  • Aðildarfélög eru hvött til að safna dósum og lágmarka notkun einnota umbúða.
  • Að á ársþingum ÍA, formannafundum og öðrum viðburðum sé reynt að takmarka notkun pappírs og leggja áherslu á rafræna upplýsingagjöf.
  • Að skipuleggja umhverfisdag þar sem félagsmenn fara saman út og plokka rusl með skipulögðum hætti á Akranesi.
Edit Content
Edit Content
Edit Content