ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Hnefaleikafélag Akraness á faraldsfæti.

Hnefaleikafélag Akraness á faraldsfæti.

02/05/12

#2D2D33

Næstkomandi helgi leggja þrír hnefaleikakappar frá Akranesi í sína aðra keppnisferð á árinu til útlanda. Fyrir skemmstu voru HAK-menn í Nuuk á Grænlandi og nú er röðin komin að danaveldi. Þeir Guðmundur Bjarni Björnsson, Eyþór Helgi Pétursson og Arnór Már Grímsson taka þátt í tveimur keppnum dagana 4 og 5 maí. Fyrri keppnin er haldin á vegum vinaklúbbs HAK, BK Örnen í Nakskov, en þeir sóttu félagið einmitt heim síðastliðinn febrúar fyrir hnefaleikakeppni HAK á Akranesi. Síðari keppnin verður haldin í Vordingborg kvöldið eftir og eru gestgjafar BK Taarnet. Með í för verða fjórir keppendur frá hnefaleikafélaginu Æsir og fararstjóri er Þórður Sævarsson, þjálfari .
Strákarnir hafa æft af kappi síðustu mánuði og luku undirbúningi síðastliðna helgi á æfingamóti í Reykjavík þar sem allt besta hnefaleikafólk landsins var samankomið til æfinga.

Edit Content
Edit Content
Edit Content