Hátíðarsalurinn laus um fermingar
Hátíðarsalur ÍA er laus um fermingarnar á Akranesi, m.a. 22. mars og 19. apríl. Hafið endilega samband fyrir nánari upplýsingar og aðrar dagsetningar. Salurinn er hinn glæsilegasti og hentar afar vel fyrir fermingaveislur og aðra mannfagnaði. Nánari upplýsingar um hátíðarsalinn má fá með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan eða senda póst á […]
76. ársþing ÍA verður haldið fimmtudaginn 2. apríl nk.
76. ársþing ÍA verður haldið fimmtudaginn 2. apríl nk. kl: 19:30 í Hátíðarsal ÍA á Jaðarsbökkum. Dagskrá þingsins verður samkvæmt lögum. Dagskrá ársþings ÍA er: a) Þingsetning b) Lögð fram kjörbréf fulltrúa c) Kosning þingforseta og ritara d) Kosning þriggja fulltrúa í kjörbréfanefnd og aðrar starfsnefndir þingsins eftir því sem ákvörðun er tekin um hverju […]
Opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð Skagans og Þorgeirs og Ellerts

Íþróttabandalag hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð Skagans hf og Þorgeirs og Ellerts hf fyrir árið 2020 en eins og kunnugt er veittu fyrirtækin 3 milljónum króna til að efla starf íþróttahreyfingarinnar á Akranesi, þriðja árið í röð. Ekki er stuðst við sérstakar úthlutunarreglur eða leiðbeiningar en styrkurinn er þó fyrst og fremst hugsaður til […]
Skrifstofa ÍA flutt á Jaðarsbakka

Skrifstofa ÍA er flutt á Jaðarsbakka eftir að hafa verið í nokkur ár á Vesturgötunni. Skrifstofan er á þriðju hæð, á milli Sundfélagsins og Knattspyrnufélagsins og verður þar aðsetur framkvæmdastjóra ÍA. Ekki er fastur opnunartími á skrifstofunni þannig að best er að hafa samband við framkvæmdastjórann með smá fyrirvara ef hitta þarf á hann. Um […]
Námskeið í Nóra

Greiðslumiðlun mun halda námskeið í Nóra fyrir starfsmenn íþróttafélaga ef næg þátttaka fæst Þriðjudaginn 11. Febrúar 2020 Grunnnámskeið Miðvikudaginn 12. Febrúar 2020 Framhald I Fimmtudaginn 13. Febrúar 2020 Bókhald , fjármál og nýjungar. Námskeiðin eru haldin kl. 9:15 að Katrínartúni 4, Reykjavík. […]
Skemmtilegur viðburður fyrir ungmenni

Síðastliðið haust gerðist ÍA aðili að UMFÍ. Það er því upplagt að taka þátt í því frábæra starfi sem þar fer fram en ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir svokölluðum Skemmtisólarhring fyrir 16 – 25 ára ungmenni dagana 7. – 8. febrúar nk. Viðburðurinn felur í sér hópefli, ratleik, gistingu og alls konar skemmtilegt. Nánari upplýsingar má […]
LÍFSHLAUPIÐ HEFST 5. FEBRÚAR

ALLIR MEÐ Í LANDSKEPPNI Í HREYFINU! Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar […]
Ný stundatafla hjá FIMA

Gleðilegt ár og bestu þakkir fyrir frábært fimleikaár 2019. Starfið er hafið að fullu á nýju ári og er ennþá opið fyrir skráningar. Árið 2020 verður viðburðarríkt fyrir Fimleikafélag Akraness en þá fáum við afhent glæsilegt nýtt fimleikahús. Við erum því full tilhlökkunar til komandi árs. Við erum glöð að tilkynna að ekki voru gerðar […]
Ráðstefna um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum
Ráðstefna um Jafnrétti barna og unglinga í íþróttum verður haldin fimmtudaginn 23. janúar í Laugardalshöll kl. 14:00 – 16:00. Ráðstefnan er hluti af Reykjavíkurleikunum (RIG) og er ætluð öllum þeim sem koma að íþrótta- og æskulýðshreyfingunni, skólasamfélaginu og öðrum sem áhuga hafa á málefninu. Nánari upplýsingar og dagskrá er hægt að finna á rig.is og […]
Nokkrir miðar lausir á þorrablótið

Enn eru nokkrir miðar lausir á Þorrablót Skgamanna. Frá upphafi hefur ágóði af þorrablótinu runnið til íþróttafélaga á Akranesi og því tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi laugardaginn 25. janúar og mæta á frábæra skemmtum og styðja við íþróttastarf á sama tíma. Hægt er nálgast miða í Íslandsbanka við Dalbraut.