ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð Skagans og Þorgeirs og Ellerts

Opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð Skagans og Þorgeirs og Ellerts

06/02/20

Skaginn-3X-logo

Íþróttabandalag hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð Skagans hf og Þorgeirs og Ellerts hf fyrir árið 2020 en eins og kunnugt er veittu fyrirtækin 3 milljónum króna til að efla starf íþróttahreyfingarinnar á Akranesi, þriðja árið í röð. Ekki er stuðst við sérstakar úthlutunarreglur eða leiðbeiningar en styrkurinn er þó fyrst og fremst hugsaður til styrkingar á grasrót félaganna en ekki til kaupa á búnaði.

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars nk. og verða styrkir afgreiddir fljótlega eftir það. Eingöngu er tekið við umsóknum frá aðildarfélögum ÍA og á þar til gerðu eyðublaði á rafrænu formi.

Nánari upplýsingar fást hjá Hildi Karen ia (hjá) ia.is

Edit Content
Edit Content
Edit Content