ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Ráðstefna um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum

Ráðstefna um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum

13/01/20

#2D2D33

Ráðstefna um Jafnrétti barna og unglinga í íþróttum verður haldin fimmtudaginn 23. janúar í Laugardalshöll kl. 14:00 – 16:00. Ráðstefnan er hluti af Reykjavíkurleikunum (RIG) og er ætluð öllum þeim sem koma að íþrótta- og æskulýðshreyfingunni, skólasamfélaginu og öðrum sem áhuga hafa á málefninu.

Nánari upplýsingar og dagskrá er hægt að finna á rig.is og facebook. Frítt er á ráðstefnuna og verður hún í beinni útsendingu. Skráning fer fram hér.

Að ráðstefnunni standa: Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Háskólinn í Reykjavík og RIG – Reykjavík International Games.

Edit Content
Edit Content
Edit Content