Gleðilegt ár og bestu þakkir fyrir frábært fimleikaár 2019. Starfið er hafið að fullu á nýju ári og er ennþá opið fyrir skráningar. Árið 2020 verður viðburðarríkt fyrir Fimleikafélag Akraness en þá fáum við afhent glæsilegt nýtt fimleikahús. Við erum því full tilhlökkunar til komandi árs.
Við erum glöð að tilkynna að ekki voru gerðar neinar breytingar í formi hækkunar á æfingargjöldunum á vorönn. Bendum hins vegar á að vorönn er 6 vikum lengri en haustönnin og inn í gjöldin koma líka mótagjöldin fyrir komandi mót á önninni, ákvörðun sem tekin var með samþykki og ósk foreldra á haustfundi. Einfaldar þetta einnig líka alla umsýslu og utanumhald bæði fyrir foreldra og þjálfara.
Stundatafla er hérna fyrir neðan og við hlökkum til fimleikaársins 2020.
Stundatafla Fimleikafélag Akraness 2019-2020