Aðalfundur Fimleikafélags Akraness 2021

Aðalfundur Fimleikafélags Akranes verður haldinn mánudaginn 8.mars n.k. kl. 19.30 að Garðavöllum. Stjórn félagsins hefur ákveðið að halda fundinn miðað við þær samkomutakmarkanir sem í gildi eru, en þær heimila 50  manna fund. Hér að neðan fylgir ársreikningur félagsins. Fimleikafélagið er ágætlega statt og á síðasta ári voru rekstrartekjur rúmar 45milljónir kr. en rekstrargjöld rúmar […]

Opnum Stóra þreksalinn á Jaðarsbökkum !

Loksins getum við opnað stóra þreksalinn á Jaðarsbökkum fyrir almenning á morgun 24. febrúar kl. 6 og opið til kl. 20 Helgar opnun 10 til 16 laugardag og sunnudag Það eru miklar takmarkanir í gildi og Jaðarsbakkar ekki byggðir sem þrekmiðstöð í upphafi. Við verðum að vita hver er í salnum á hvaða tíma og […]

Fengu loks­ins ávís­un­ina – Grundaskóli

Gaman að lesa þessa frétt af mbl.is, vel gert Grundaskóli !! til hamingju og takk fyrir að velja  ÍA. “Nem­end­ur við Grunda­skóla á Akra­nesi tóku í dag við ávís­un frá UMFÍ og Kristal upp á 50.000 krón­ur, sem þeir unnu með þátt­töku í Hreyfi­viku fé­lags­ins í fyrra. Skil­yrði fylgdi ávís­un­inni: Það þurfti að gefa hana […]

Engar breytingar strax á Jaðarsbökkum

Að gefnu tilefni viljum við hjá ÍA koma því á framfæri að ekki verður breyting á opnun þreksala á Jaðarsbökkum strax 8. febrúar. Til að framfylgja sóttvarnarreglum og reglum um skráningu og fjölda þarf ÍA að fá, í samstarfi við Akraneskaupstað,  lengri tíma til þess að skoða útfærslu á framkvæmd opnunnar. Við vonumst til þess […]

Skaginn – Þorgeir og Ellert styrkja ÍA

Fjórða árið í röð sýna eigendur og starfsmenn Skagans – Þorgeirs & Ellert mikinn rausnarskap með því að styrkja íþróttahreyfinguna á Akranesi um 3 milljónir króna.   Fyrir þann stuðning sem Íþróttabandalagið finnur í orðum og í verki er bandalagið mjög þakklátt. Styrkurinn er mjög mikilvægur fyrir starfið sem unnið er í aðildarfélögum ÍA.   […]

Lífshlaupið 2021

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Forsaga Lífshlaupsins er að árið 2005 skipaði þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfshóp til þess að fara yfir íþróttamál á Íslandi með það að markmiði að móta íþróttastefnu. Starfshópurinn setti fram hugmyndir um mótun íþróttastefnu Íslands í skýrslunni, Íþróttavæðum Ísland, aukin […]

Þorrablót – heimsendingar og pantanir

Það styttist í árlegt þorrablót Skagamanna, sem nú verður öðruvísi en alls ekki verra síður en svo. Þorrablót Skagamanna Þau frábæru veitingahús okkar Skagamanna Gamla Kaupfélagið og Galito ætla að bjóða upp á Þorra-, -bakka,-öskjur eða smáréttaveislu Hvað sem fólk vill panta hjá þeim og allt á hófsömu verði. Gamla Kaupfélagið – Auglýsing á Þorraöskjum […]

AKRANESKAUPSTAÐUR HÆKKAR FRAMLAG TIL BARNA- OG UNGLINGASTARFS ÍA

Ánægjulegar fréttir sem birtast á heimasíðu Akraneskaupstað í dag ! Akraneskaupstaður hefur um langt árabil stutt vel við rekstur Íþróttabandalags Akraness og aðildarfélaga þess. Þessu til staðfestingar hefur verið í gildi samningur á milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness til stuðnings reksturs ÍA og samskipti ÍA og Akraneskaupstaðar. Það er sameiginlegur skilningur beggja aðila að aðildarfélög […]

50 ára Keppnisafmæli Til hamingju

Íþróttabandalag Akraness óskar Körfuknattleiksfélaginu innilega til hamingju með daginn !! Körfubolti hefur verið æfður og spilaður all lengi á Skaganum eða frá 1968 og keppti formlega í fyrsta sinn árið 1970 Körfuknattleiksfélagið var síðan stofnað  þann 9. janúar árið 1986 og er því 35 ára í dag, áður hafði verið körfuboltaráð innan ÍA en ekki […]

Íþróttamaður Akraness 2020

Úrslit í kjöri Íþróttamanns Akraness voru gerð ljós í kvöld í beinu streymi frá ÍATV við óvenjulegar aðstæður. Frábært og kraftmikið íþróttafólk sem tilnefnt var fyrir þetta kjör 2020 eftir óvenjulegt ár. Í þremur efstu sætunum voru Guðrún Julianne Unnarsdóttir fimleikakona ársins í þriðja sæti eftir gælsilegan árangur á árinu. Jakob Svavar Sigurðsson knapi ársins […]