Úrslit í kjöri Íþróttamanns Akraness voru gerð ljós í kvöld í beinu streymi frá ÍATV við óvenjulegar aðstæður.
Frábært og kraftmikið íþróttafólk sem tilnefnt var fyrir þetta kjör 2020 eftir óvenjulegt ár.
Í þremur efstu sætunum voru
Guðrún Julianne Unnarsdóttir fimleikakona ársins í þriðja sæti eftir gælsilegan árangur á árinu.
Jakob Svavar Sigurðsson knapi ársins hjá LH og Hestaíþróttamaður ársins í öðru sæti eftir glæsilegan árangur á árinu. Fjóla Lind formaður Dreyra tók á móti viðurkenningu fyrir hönd Jakobs Svavars sem átti ekki heimagengt í kvöld
Kristín Þórhallsdóttir Kraftlyftingamaður ársins var kjörin Íþróttamaður Akraness 2020 og var Friðþjófsbikarinn afhentur í 30. sinn af þesssu tilefni.
Friðþjófsbikarinn er farandbikar Íþróttamans Akraness, var gefinn til minningar um Friðþjóf Arnar Daníelsson. Bikarinn var gefinn af móður hans og systkinum og nú afhentur í 30. skiptið. Marella Steinsdóttir formaður ÍA, afhenti bikarinn fyrir hönd fjölskyldu sinnar, en hún er afabarn Helga Daníelssonar, bróður Friðþjófs.
Kristín Þóhallsdóttir kraftlyftingakona, hefur á árinu 2020 stimplað sig vel og vandlega inn á styrkleikalista Íslands í klassískum kraftlyftingum, hún setti 15 ný Íslandsmet og eftir árið standa sjö af þeim ennþá. Árið var erfitt fyrir alla en hún náði þó að halda dampi með æfingar allt árið og uppskar hún eins og hún sáði, bætti sig um 72,5 kg í samanlögðu. Á árinu náði hún því magnaða afreki að verða fyrst íslenskra kvenna til að taka yfir 500 kg í samanlögðu og meira að segja gerði hún enn betur og tók 510 kg. Kristín er stigahæsta klassíska kraftlyftingakona Íslands frá upphafi! Árangur hennar er á algjörum heimsmælikvarða. Kristín er frábær fyrirmynd fyrir unga og aldna.
ÍA óskar Kristínu innilega til hamingju með titilinn Íþróttamaður Akraness.
ÍA þakkar ÍATV kærlega fyrir aðstoðina í þessu streymi og þakkar virkilega fyrir þá vinnu sem þeir lögðu á sig.
ÍA þakkar Skessuhorni fyrir myndir frá viðburði