ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Opnum Stóra þreksalinn á Jaðarsbökkum !

Opnum Stóra þreksalinn á Jaðarsbökkum !

23/02/21

sven-mieke-Lx_GDv7VA9M-unsplash

Loksins getum við opnað stóra þreksalinn á Jaðarsbökkum fyrir almenning á morgun 24. febrúar kl. 6 og opið til kl. 20

Helgar opnun 10 til 16 laugardag og sunnudag

Það eru miklar takmarkanir í gildi og Jaðarsbakkar ekki byggðir sem þrekmiðstöð í upphafi.

Við verðum að vita hver er í salnum á hvaða tíma og verðum því með miðakerfi í afgreiðslu á Jaðarsbökkum

Til þess að fá miða þarf að gefa upp náfn, kennitölu og símanúmer. Það eru bara 15 miðar í boði fyrir hvern klukkutíma.

Skila þarf síðan miða aftur í afgreiðslu þegar 60 mín eru búnar. Ekki er hægt að panta tíma fyrirfram því miður.

Salurinn tekur bara 15 manns með tveggja metra reglu sem enn er í gildi.

Ekki er hægt að opna aðra sali fyrir opna tíma eða opinn aðgang.

Einkaþjálfarar og aðildarfélög  ÍA hafa aðgang að öðrum sölum á Jaðarsbökkum eins og áður.

Íþróttabandalagið óskar eftir því að allir þeir sem komi í salinn virði þær reglur sem gilda og taki tillit til allra sem þarna eru.

Starfsfólk Jaðarsbakka vinnur samkvæmt þeim reglum sem settar eru og ekki óska eftir því við þau að þau geri eitthvað annað.

Sýnum starfsfólki virðingu og hjálpumst að með því að láta hlutina ganga upp í takmörkuðu umhverfi.

 

 

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content