Ríkharður Jónsson, fyrrverandi formaður ÍA látinn

Skagamaðurinn Ríkharður Jónsson, einn þekktasti íþróttamaður Íslands fyrr og síðar,  lést í gærkvöldi, 14. febrúar 2017. Ríkharður var fæddur 12. nóvember árið 1929. Ríkharður áttt einstakan knattspyrnuferil og hampaði m.a. sex Íslandsmeistaratitlum og var lykilmaður í íslenska landsliðinu um margra ára skeið. Ríkharður var formaður ÍA frá 1972-1977 og er heiðursfélagi Íþróttabandalags Akraness, Knattspyrnufélags ÍA […]

Frábært tækifæri fyrir áhugasama

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, kven- og karlkyns, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 16. júní-1.júlí n.k. Að þessu sinni er aðal umfjöllunarefnið íþróttastjórnun og ólympíuhreyfingin, en auk þess verður lögð áhersla á siðfræði og menntun. Flugferðir, gisting og uppihald eru […]

Ókeypis ráðgjöf í íþróttasálfræði

Iðkendum, þjálfurum, foreldrum/forráðarmönnum og stjórnarmönnum innan aðildarfélaga ÍA stendur nú til boða að nýta sér ráðgjöf á sviði íþróttasálfræði að kostnaðarlausu. Um er að ræða tímabundið verkefni sem styrkt er af Akraneskaupstað og ÍA. Hvað er í boði? Boðið verður upp á ráðgjöf fyrir íþróttamenn, lið og aðildarfélög og sniðið að þeirra eigin þörfum. Boðið […]

Bæklingur um íþróttir og átröskun

Út er kominn bæklingur á vegum ÍSÍ um íþróttir og átröskun en um er að ræða endurnýjun á bæklingi sem gefinn var út af ÍSÍ árið 1999.  Höfundur bæklingsins er Petra Lind Sigurðardóttir sálfræðingur. Hægt er að nálgast bæklinginn á heimasíðu ÍSÍ á slóðunum http://www.isi.is/fraedsla/baeklingar/ og http://www.isi.is/utgafa/fraedslubaeklingar-isi/ eða í prentaðri útgáfu á skrifstofu ÍSÍ.

Frjálsar íþróttir á Skaganum

Skagafréttir litu við á frjálsíþróttaæfingu í Akraneshöllinni en UMF Skipaskagi hefur verið að koma af stað æfigum undir stjórn Ómars Ólafssonar. Mikið fjör í frjálsum í Akraneshöllinni  

Lífshlaupið verður ræst í tíunda sinn í dag, miðvikudaginn 1. febrúar. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni hreyfingu í frítíma, við vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Lífshlaupið – landskeppni í hreyfingu höfðar til allra landsmanna og gefst þátttakendum kostur á að taka þátt […]

Hadegisfundur um viðbrögð við samskiptavandamálum

Þriðjudaginn 24. janúar kl.12 mun ÍSÍ standa fyrir hádegisfundi í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar, en þar mun Björg Jónsdóttir frá Erindi segja frá tilboði sem íþróttafélögum stendur til boða ef upp koma samskiptavandamál eins og eineltismál. Erindi býður upp á ókeypis ráðgjöf og fræðslu og aðstoð við gerð eineltisáætlunar fyrir íþróttafélög. Með Björgu á fundinum verður Dagný […]

Stefán Bjarnason 100 ára

Stefán Bjarnason fagnaði 100 ára afmæli sínu í dag, þann 18. janúar 2017. Stefán var einn af hvatamönnum þess að fimleikar væru stundaðar á Akranesi og hefur unnið ötult og óeigingjarnt starf fyrir íþróttahreyfinguna á Akranesi um langt árabil. Stefán hlaut Gullmerki ÍA árið 1976 fyrir störf sín fyrir íþróttabandalagið. Íþróttafulltrúi ÍA heimsótti Stefán í […]

Áhugaverðar ráðstefnur

Í tengslum við WOW Reykjavik International Games 2017 standa Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir tveimur ráðstefnum um íþróttatengd málefni í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Sex erlendir fyrirlesarar munu flytja áhugaverð erindi á ensku. Fyrri ráðstefnan verður 26. janúar kl.17:30-20:30 og ber hún yfirskriftina Lyfjamál í íþróttum. Fjallað verður um hvað íþróttafólk […]