ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Hadegisfundur um viðbrögð við samskiptavandamálum

Hadegisfundur um viðbrögð við samskiptavandamálum

20/01/17

#2D2D33

Þriðjudaginn 24. janúar kl.12 mun ÍSÍ standa fyrir hádegisfundi í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar, en þar mun Björg Jónsdóttir frá Erindi segja frá tilboði sem íþróttafélögum stendur til boða ef upp koma samskiptavandamál eins og eineltismál. Erindi býður upp á ókeypis ráðgjöf og fræðslu og aðstoð við gerð eineltisáætlunar fyrir íþróttafélög. Með Björgu á fundinum verður Dagný Kristinsdóttir formaður Aftureldingar en félagið er fyrsta félagið til að skrifa undir samstarfssamning við Erindi. Fjármagnið sem Erindi hefur til umráða er takmarkað og því gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Nánari upplýsingar eru hér að neðan. Skráning fer fram á http://isi.is/fraedsla/hadegisfundir/skraning-a-hadegisfund/ en aðgangur er ókeypis. Sent verður út beint frá fundinum á facebook síðu ÍSÍ.

Erindi eru samtök um samskipti og skólamál sem voru valin í söfnun Á allra vörum sem fram fór í september 2015. Safnað var fyrir samskiptasetri sem samtökin reka í dag. Í setrinu fer fram ráðgjöf til foreldra og barna sem lent hafa í samskiptavanda, ráðgjöf til skóla, námskeið, fræðsla og ýmislegt fleira. Markmið samtakanna er að veita aðstoð í samskiptavanda barna og unglinga. Hjá Erindi starfa eingöngu fagaðilar á sviði uppeldis, menntamála og lýðheilsu og ráðgjafar sem hafa menntun og reynslu til að veita ráðgjöf. Nýverið setti Erindi saman samning sem stendur öllum íþróttafélögum á landinu til boða þar sem þjónusta Erindis er boðin ókeypis út árið 2017. Samningurinn samanstendur af eineltisáætlun fyrir félögin, fræðslu til starfsmanna auk ráðgjafar ef upp koma samskiptamál.

Edit Content
Edit Content
Edit Content