ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Ókeypis ráðgjöf í íþróttasálfræði

Ókeypis ráðgjöf í íþróttasálfræði

14/02/17

logoia201

Iðkendum, þjálfurum, foreldrum/forráðarmönnum og stjórnarmönnum innan aðildarfélaga ÍA stendur nú til boða að nýta sér ráðgjöf á sviði íþróttasálfræði að kostnaðarlausu. Um er að ræða tímabundið verkefni sem styrkt er af Akraneskaupstað og ÍA.

Hvað er í boði?

Boðið verður upp á ráðgjöf fyrir íþróttamenn, lið og aðildarfélög og sniðið að þeirra eigin þörfum. Boðið verður upp á eftirfarandi:

 Einstaklingsráðgjöf

 Ráðgjöf fyrir lið og hópa

 Fyrirlestra

 Aðstoð við samskipti

Leitast verður eftir að bjóða ráðgjöf og áherslur fyrir hverja íþróttagrein fyrir sig svo sem bestur árangur náist.

Hugræn þjálfun eða íþróttasálfræði er mikilvægur þáttur í hvaða íþróttastarfi sem er og með því að leggja aukna áherslu á hugræna þjálfun er hægt að auka hæfni íþróttafólks innan ÍA hvort sem er í eigin íþrótt eða til að ná árangri á öðrum sviðum lífsins.

Einnig verður boðið upp á sérstaka ráðgjöf fyrir þjálfara . Ráðgjöf og stuðningur við þjálfara er lykillinn að því að ná til sem flestra íþróttamanna og kynna fyrir þeim kosti hugrænnar þjálfunar.

Ráðgjafinn

Ráðgjöfin verður í höndum Guðrúnar Carstensdóttur M.Sc. Psychology of Sport and Exercise. Guðrún er fædd og uppalin á Akranesi og lauk nýverið mastersnámi frá Loughborough University í Bretlandi, einum fremsta háskóla Bretlands þegar kemur að rannsóknum á íþróttum og sérfræðikunnáttu þeim tengdum. Guðrún Carstensdóttir M.Sc. Psychology of Sport and Exercise

Mikilvægi íþróttasálfræði

Hugræn þjálfun íþróttafólks er ekki síður mikilvæg en líkamleg þjálfun og samstarf íþróttamanns, þjálfara og ráðgjafa mikilvæg ef þessi tegund þjálfunar á að fara fram. Markviss ráðgjöf á sviði íþróttasálfræði, sem er samtvinnuð við líkamlegar æfingar í samráði við íþróttaþjálfara gefur meiri stöðugleika í hugrænni þjálfun og betri heildarárangur.

Ef áhugi er á að nýta sér þessa þjónustu eða fá frekari upplýsingar er hægt að hafa samband í netfangið gudrun@carstensdottir.com  eða í ia@ia.is

Edit Content
Edit Content
Edit Content