ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

01/02/17

lifshl

Lífshlaupið verður ræst í tíunda sinn í dag, miðvikudaginn 1. febrúar. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni hreyfingu í frítíma, við vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Lífshlaupið – landskeppni í hreyfingu höfðar til allra landsmanna og gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í:

  • vinnustaðakeppni frá 1. – 21. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (þrjár vikur)
  • framhaldsskólakeppni frá 1. – 14. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (tvær vikur)
  • grunnskólakeppni frá 1. – 14. febrúar, fyrir 15 ára og yngri (tvær vikur)
  • einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið

Skráning er í fullum gangi og um að gera að taka þátt frá upphafi. Skráningarferlið er einfalt og þægilegt. Gaman er að geta fylgst með sinni hreyfingu og jafnframt tekið þátt í þessari skemmtilegu landskeppni. Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu. Börnum 15 ára og yngri er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og 16 ára og eldri a.m.k. 30 mínútur á dag.

Skráning fer fram á http://www.lifshlaupid.is/

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content