ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Ríkharður Jónsson, fyrrverandi formaður ÍA látinn

Ríkharður Jónsson, fyrrverandi formaður ÍA látinn

15/02/17

rikhardurjonsson

Skagamaðurinn Ríkharður Jónsson, einn þekktasti íþróttamaður Íslands fyrr og síðar,  lést í gærkvöldi, 14. febrúar 2017. Ríkharður var fæddur 12. nóvember árið 1929. Ríkharður áttt einstakan knattspyrnuferil og hampaði m.a. sex Íslandsmeistaratitlum og var lykilmaður í íslenska landsliðinu um margra ára skeið.

Ríkharður var formaður ÍA frá 1972-1977 og er heiðursfélagi Íþróttabandalags Akraness, Knattspyrnufélags ÍA og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Hann hefur verið sæmdur æðstu heiðursmerkjum ÍSÍ og KSÍ auk þess sem honum hefur verið veitt fálkaorða íslenska lýðveldisins.

Íþróttabandalag Akraness þakkar Ríkharði Jónssyni ómetanlegt starf í þágu íþróttalífs á Akranesi og sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur.

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content