ÍA tekur þátt í Hreyfiviku!

ÍA og aðildarfélög þess eru sannarlega að taka Hreyfivikuna með trompi. Nú þegar eru komnir 20 viðburðir á Skaganum. Sjá nánar á  http://iceland.moveweek.eu/events/2018/Akranes/ og https://www.facebook.com/Hreyfivika-%C3%A1-Akranesi-183411092186382/?ref=br_rs  

Kvennahlaupið verður 2. júní

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður á Akranesi 2. júní og verður hlaupið frá Akratorgi kl. 11:00. Vegalengdir sem eru í boði eru 2 km. og 5 km. Forsala í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum og á Akratorgi að morgni hlaupadags. Þátttökugjald fyrir 12 ára og yngri er 1:000 kr. og fyrir 13 ára og eldri er gjaldið 2.000 kr. Kvennahlaupsbolur fylgir þátttökugjaldi og einnig […]

Opinn kynningarfundur um afreksíþróttasvið FVA

Opinn kynningarfundur um afreksíþróttasvið FVA verður mánudaginn 28. maí kl. 20:15 í Hátíðarsal ÍA á Jaðarsbökkum. Allir velkomnir, einkum iðkendur sem eru að klára 10. bekk og  forráðamenn þeirra.  Kynnt verða helstu atriði varðandi afreksíþróttasviðið. Allar nánari upplýsingar veitir Helena Ólafsdóttir verkefnisstjóri, netfang: helenao@fva.is sími 848 1498.

Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku?

Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? Leitað verður svara við þessari spurningu á sjötta og síðasta fundinum í fundaröð Háskóla Íslands Háskólinn og samfélagið – Best fyrir börnin. Fundurinn fer fram mánudaginn 28. maí kl. 12-13.15 í Hátíðasal […]

Sumarnámskeið 2018

Það verða fjölmörg sumarnámskeið í boði á Akranesi í sumar. Upplýsinagar um þau er að finna á sérstökum sumarnámskeiðavef Akraneskaupstaðar og skráning fer fram í Nóra. 

Undirbúningur fyrir langhlaup – í boði ÍA

Sunnudaginn 6. maí mun Sigurjón Ernir fara yfir undirbúning fyrir keppnishlaup, 10-21,1 og 42,2 km. Í fyrirlestrinum mun Sigurjón fara yfir mikilvæg atriði fyrir keppnishlaup á borð við: – Æfingaráætlun – Næring fyrir, yfir og eftir hlaup – Hlaupabúnaður og stuðningsvörur – Fyrirbygging og meðhöndlun meiðsla – Styrktarþjálfun með hlaupum – Fleiri atriði sem gott […]

Reiðhöll verður byggð á Æðarodda

Tekið af Skessuhorn.is  Í dag var skrifað undir samning um byggingu nýrrar reiðhallar á svæði hestamannafélagsins Dreyra á Æðarodda við Akranes. Félagið er eitt fárra hestamannafélaga á landinu sem enn eru án reiðhallar eða annarrar heilsársaðstöðu til tamningar og þjálfunar. Akraneskaupstaður verður eigandi hússins, en það verður byggt fyrir um sextíu milljóna króna framlagi frá […]

Styrkir Akraneskaupstaðar til íþróttafélaga

Akraneskaupstaður veitir 15 milljónir til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi á árinu 2018. Markmiðið er að styðja virk íþrótta- og tómstundafélög á Akranesi til að halda uppi öflugu íþrótta-, félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga. Styrktarsjóðurinn hækkar í ár um 30% en árinu 2017 voru veittir styrkir að fjárhæð kr. 10,9 milljónir króna. Tilgangur styrkjanna er að […]

Hjólað í vinnuna 2. – 22 maí

Vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2018 fer fram 2. – 22. maí. Opið er fyrir skráningu og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks.  Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er eins og ávalt að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta.  Keppt er í átta flokkum um flesta þátttökudaga hlutfallslega miðað við heildarfjölda starfsmanna á vinnustöðum og í […]