ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagastelpur unnu góðan útisigur á Haukum

Skagastelpur unnu góðan útisigur á Haukum

12/05/18

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna hóf keppni í Inkasso-deildinni í kvöld þegar liðið heimsótti lið Hauka á Ásvelli. Þessum liðum var spáð ofarlega í spám fyrir tímabilið og því var búist við hörkuleik.

Sú varð líka raunin og bæði lið börðust af krafti í leiknum. Nokkur ágæt marktækifæri litu dagsins ljós hjá báðum liðum en færin nýttust ekki. Það breyttist þó á 39. mínútu þegar Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði gott mark. Staðan í hálfleik var því 0-1 fyrir ÍA.

Seinni hálfleikur var svo um margt keimlíkur þeim fyrri og baráttan var í fyrirrúmi. Haukarnir fengu sín færi en sterk vörn skagastelpna hélt út alveg til enda. ÍA átti ágætar sóknir oft á tíðum en ekki gekk að koma boltanum í netið.

Á endanum vann ÍA því mikilvægan 0-1 útisigur á liði Hauka og tímabilið byrjar virkilega vel hjá stelpunum.

Edit Content
Edit Content
Edit Content