ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Reiðhöll verður byggð á Æðarodda

Reiðhöll verður byggð á Æðarodda

01/05/18

#2D2D33

Tekið af Skessuhorn.is 

Í dag var skrifað undir samning um byggingu nýrrar reiðhallar á svæði hestamannafélagsins Dreyra á Æðarodda við Akranes. Félagið er eitt fárra hestamannafélaga á landinu sem enn eru án reiðhallar eða annarrar heilsársaðstöðu til tamningar og þjálfunar. Akraneskaupstaður verður eigandi hússins, en það verður byggt fyrir um sextíu milljóna króna framlagi frá Akraneskaupstað auk afsláttar af gatnagerðargjöldum, tíu milljóna króna framlag kemur frá Hvalfjarðarsveit auk vinnuframlags frá félögum í hestamannafélaginu. Áætlaður heildarkostnaður við bygginguna er tæpar 100 milljónir króna. Skrifað var undir samninginn síðdegis í dag í félagsheimili Dreyra að lokinni firmakeppni. Til stendur að byggja límtréshús og á það að vera tilbúið eftir eitt ár.

 

Nánar verður fjallað um bygginguna í Skessuhorni í næstu viku og meðal annars rætt við Ásu Hólmarsdóttur formann hestamannafélagsins Dreyra.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content