Ný stundatafla hjá FIMA
Gleðilegt ár og bestu þakkir fyrir frábært fimleikaár 2019. Starfið er hafið að fullu á nýju ári og er ennþá opið fyrir skráningar. Árið 2020 verður viðburðarríkt fyrir Fimleikafélag Akraness en þá fáum við afhent glæsilegt nýtt fimleikahús. Við erum því full tilhlökkunar til komandi árs. Við erum glöð að tilkynna að ekki voru gerðar […]
Ráðstefna um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum
Ráðstefna um Jafnrétti barna og unglinga í íþróttum verður haldin fimmtudaginn 23. janúar í Laugardalshöll kl. 14:00 – 16:00. Ráðstefnan er hluti af Reykjavíkurleikunum (RIG) og er ætluð öllum þeim sem koma að íþrótta- og æskulýðshreyfingunni, skólasamfélaginu og öðrum sem áhuga hafa á málefninu. Nánari upplýsingar og dagskrá er hægt að finna á rig.is og […]
Nokkrir miðar lausir á þorrablótið
Enn eru nokkrir miðar lausir á Þorrablót Skgamanna. Frá upphafi hefur ágóði af þorrablótinu runnið til íþróttafélaga á Akranesi og því tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi laugardaginn 25. janúar og mæta á frábæra skemmtum og styðja við íþróttastarf á sama tíma. Hægt er nálgast miða í Íslandsbanka við Dalbraut.
Vorfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ
Vorfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 3. feb. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar […]
Jakob Svavar Sigurðsson er Íþróttamaður Akraness 2019
Í dag var Jakob Svavar Sigurðsson kjörinn Íþróttamaður Akraness í annað sinn. Jakob Svavar hefur um langt árabil verið einn af bestu íþróttaknöpum á landinu og unnið marga íslandsmeistaratitla auk heimsmeistaratitils. Hann hefur einnig hlotið mörg verðlaun fyrir góða reiðmennsku og prúðmennsku. Jakob Svavar er í landsliðshóp LH en hann skipa 19 afreksknapar í fremstu […]
Skaginn hf. og Þorgeir og Ellert hf. styðja áfram rausnarlega við íþróttalíf á Skaganum
Stuðningur fyrirtækja og einstaklinga er lykilatriði ef halda á uppi öflugu og góðu íþróttastarfi á Akranesi. Þriðja árið í röð sýna eigendur og starfsmenn Skagans hf. og Þorgeirs og Ellert hf. mikinn rausnarskap með því að styrkja íþróttahreyfinguna um 3 milljónir króna. Síðastliðin tvö ár hefur samtals 6 milljónum króna verið úthlutað úr sjóði sem […]
Þrettándagleði og Íþróttamaður Akraness
Íþróttamaður Akraness verður heiðraður mánudaginn 6. janúar í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Athöfnin hefst strax eftir þrettándabrennu og flugeldasýningu.
Kosning um Íþróttamann Akraness 2019
Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2019. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu. Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 20. til og með 29 desember. Þátttakendur þurfa að auðkenna sig í innskráningu með rafrænum skilríkjum eða íslykli […]
Gleðileg jól
[et_pb_section bb_built=”1″][et_pb_row][et_pb_column type=”4_4″][et_pb_image _builder_version=”3.27.4″ src=”https://ia.is/wp-content/uploads/2019/12/jólakveðja.jpg” box_shadow_horizontal_tablet=”0px” box_shadow_vertical_tablet=”0px” box_shadow_blur_tablet=”40px” box_shadow_spread_tablet=”0px” z_index_tablet=”500″ /][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]
ÍA veitir aðildarfélögum styrki
Á hverju ári styrkir Íþróttabandalag Akraness aðildarfélög sín til að stuðla að öflugu íþróttastarfi fyrir börn og unglinga á Akranesi. Í ár nema styrkirnir samtals 15 milljónum króna og verða þeir greiddir út fyrir jól. Helsta ástæða þess að ÍA getur greitt þessa styrki til aðildarfélaga sinna er sú að íþróttabandalagið rekur þrekaðstöðu á Jaðarsbökkum og […]