ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

ÍA veitir aðildarfélögum styrki

ÍA veitir aðildarfélögum styrki

21/12/19

akr2a63

Á hverju ári styrkir Íþróttabandalag Akraness aðildarfélög sín til að stuðla að öflugu íþróttastarfi fyrir börn og unglinga á Akranesi. Í ár nema styrkirnir samtals 15 milljónum króna og verða þeir greiddir út fyrir jól. Helsta ástæða þess að ÍA getur greitt þessa styrki til aðildarfélaga sinna er sú að íþróttabandalagið rekur þrekaðstöðu á Jaðarsbökkum og við Vesturgötu og skilar sá rekstur ágætum hagnaði auk þess að stór hópur afreksiðkenda hefur gjaldfrjálst aðgengi að aðstöðunni.

Skilyrði fyrir styrkveitingu er að félag hafi starfað í a.m.k. tvö ár og staðið skil á lögformlegum skyldum sínum t.d. haldið aðalfund, lagt fram ársskýrslu ársreikninga o.s.frv.

Úthlutunarreglur taka mið af reglum Akraneskaupstaðar um styrki til barna og unglingastarfs á Akranesi. Styrkir reiknast á eftirfarandi hátt og miðast við tölur frá umliðnu ári:

  • 15% heildarupphæðar skiptist jafnt á milli þeirra sem úthlutað er til
  • 35% Skiptist samkvæmt launagreiðslum til þjálfara og leiðbeinenda barna og unglinga 18 ára og yngri samkvæmt ársuppgjöri
  • 30% Samkvæmt fjölda barna 14 ára og yngri sem greiða þátttökugjald í hverju félagi eða eru staðfestir þátttakendur í starfi þess
  • 20% Samkvæmt fjölda barna 15 – 18 ára i sem greiða þátttökugjald í hverju félagi eða eru staðfestir þátttakendur í starfi þess
Edit Content
Edit Content
Edit Content