Framhaldsaðalfundur Dreyra 9. febrúar 2018
Dreyrafélagar ! Framhaldsaðalfundurinn verður föstudaginn 9. febrúar 2018 í félagsheimilinu á Æðarodda. Fundurinn hefst kl. 20. Dagskrá. Ársreikningur lagður fram til samþykktar. Önnur mál. Kynning á starfi félagsins fyrir árið 2018. Nýir félagar velkomnir. Félagsmenn hvattir til að skrá sig á netfangalista félagsins á dreyri@gmail.com Sjáumst föstudagskvöldið 9. febrúar í Oddanum. Stjórnin.
Kynningarfundur Æskulýðsnefndar Dreyra.
Æskulýðsnefnd Dreyra verður með kynningarfund á dagskrá vetrarins á fimmtudaginn 25. janúar n.k. Fundurinn verður frá kl. 20 til 21 í félagsheimilinu Æðarodda. Við hvetjum alla FORELDRA , BÖRN ,UNGLINGA OG UNGMENNI til þess að mæta Við munum fara yfir vetrarstarfið og ræðum saman um hvað er hægt að gera skemmtilegt og gagnlegt á […]
Aðalfundur Dreyra 28. nóvember 2017.
Aðalfundur hestamannafélagsins Dreyra verður haldinn í Æðarodda þriðjudaginn 28. nóvember 2017. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Dagskrá aðalfundar skal vera samkvæmt 7. gr: ” …. -Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins -Skýrsla stjórnar -Gjaldkeri leggur fram drög að reikningum félagsins. Ársreikningur verður lagður fram til samþykktar á framhaldsaðalfundi eftir hver áramót. -Skýrslur nefnda. […]
Uppskeruhátíð LH – Jakob Svavar er knapi ársins
Uppskeruhátíð Landssambands Hestamannafélaga (LH) var haldin s.l laugardag. Á hátíðinni voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu. Dreyrafélaginn Jakob Svavar Sigurðsson fékk stærstu viðurkenningu kvöldsins þegar hann var valinn Knapi ársins 2017. Hann var einnig valinn íþróttaknapi ársins og tilnefndur í 2 öðrum flokkum. Glæsileg uppskera og árangur hjá Jakobi á þessu ári enda […]
Uppskeruhátíð LH – Dreyrafélagar með 4 tilnefningar.
Uppskeruhátíð hestamanna fer fram þann 28. október n.k á Reykjavík Hilton Nordica, Hátíðin er haldin af Landsambandi hestamanna og félagi hrossabænda. Nú eins og undanfarin ár eru bestu knapar og hrossaræktendur landsins verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína á árinu. Verðlaunahafar á uppskeruhátíð 2016. Jakob var gæðingaknapi árins. Dreyrafélaginn og heimsmeistarinn í tölti, Jakob Svavar Sigurðsson er […]
Norðurálsmót Dreyra 2017 – Úrslit
Hið árlega íþróttamót hestamannafélagsins Dreyra, Norðurálsmótið, var haldið á félagssvæði Dreyra á Æðarodda við Akranes 19. og 20. ágúst 2017. Mótið var haldið í sól og fallegri ágústblíðu. Fjöldi skráninga var um 160 . Mótstjóri var Belinda Ottósdóttir og yfirdómari var Logi Laxdal. Keppnisvöllurinn sem lokið var við í fyrra reyndist frábærlega og mál manna […]
Jakob er heimsmeistari í tölti !
Heimsmeistaramót íslenska hestsins fór fram í Hollandi í síðustu viku. Mótið er haldið á tveggja ára fresti. Okkar maður Jakob Svavar var valinn í landsliðið til keppni í tölti og fjórgangi á hestagullinu Gloríu frá Skúfslæk. Þau urðu 8. í fjórgangi og gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu síðan töltið með yfirburðum (8.94) og […]
Norðurálsmót Dreyra 19. – 20. ágúst 2017
Norðurálsmót – Hestaiþróttamót Dreyra 19.-20. ágúst 2017. Íþróttamót hestamannafélagsins Dreyra verður haldið í Æðarodda, við Akranes dagana 19.-20. ágúst n.k. Hvenær mótið hefst og nánar um dagskrá verður kynnt þegar skráning liggur fyrir. Upplýsingar verða kynntar á vefmiðlum hestamanna. Keppnisgreinar: Fimmgangur. 1. flokk, 2. flokk minna vanir, ungmennaflokk, unglingaflokki opinn flokkur Fjórgangur í 1. flokk, […]
Jakob Svavar tvöfaldur Íslandsmeistari.
Íslandsmótið í hestaíþróttum var haldið á Gaddstaðaflötum við Hellu 6. til 9. júlí 2017. Hestamannafélagið Geysir sá um mótahaldið. Á mótinu varð Dreyrafélaginn knái Jakob Svavar Sigurðsson 3. í tölti á Gloríu frá Skúfslæk, og Íslandsmeistiari í fjórgangi og í slaktaumatölti á Júlíu frá Hamarsey. Til hamingju Jakob Svavar. 🙂 Jakob og Júlía frá Hamarsey. […]
Úrslit af Fjórðungsmóti Vesturlands
Fjórðungsmót Vesturlands haldið í Borgarnesi fyrstu helgina í júlí. Okkar knapar og hross stóðu sig vel á mótinu þar sem mikil fjöldi af úrvals keppnishestum og knöpum tóku þátt. Einnig tóku 10 félagsmenn Dreyra þátt í vinnu á mótinu og vill stjórn félagsins senda þeim sínar bestu þakkir fyrir framlagið. Mótið er haldið af hestamannafélögunum […]