ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Norðurálsmót Dreyra 2017 – Úrslit

Norðurálsmót Dreyra 2017 – Úrslit

24/08/17

dreyri-6

Hið árlega íþróttamót hestamannafélagsins Dreyra, Norðurálsmótið, var haldið á félagssvæði Dreyra á Æðarodda við Akranes 19. og 20. ágúst 2017.
Mótið var haldið í sól og fallegri ágústblíðu. Fjöldi skráninga var um 160 .
Mótstjóri var Belinda Ottósdóttir og yfirdómari var Logi Laxdal.
Keppnisvöllurinn sem lokið var við í fyrra reyndist frábærlega og mál manna að afar vel hafi tekist til við endurgerð vallarins. Mótið gekk vel að mestu leyti og mikill fjöldi af góðum hestum með knöpum sínum tóku þátt í mótinu og margar glæsisýningar sem runnu um völlinn. Þátttakendur komu af Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi.
Fyrir mótið fjárfesti Dreyri í 5 nýjum spjaldtölvum til að geta keyrt nýjan dóma-keppnisgrunn frá LH (Landsamband Hestamannafélaga) sem var í prófun á mótinu að beiðni LH. Auk þess var félagsheimilið á Æðarodda nettengt og keyptur ýmis aukabúnaður til að tryggja góðan aðgang að hinu svokallaða interneti. Kröfur nútímans í tæknimálum vegna dómstarfa krefjast slíks búnaðar og hefur reyndar verið notaður  hjá nokkrum hestamannafélögum við mótahald um árabil. Nettengingin stóðst væntingar að öllu leyti. Nýju tölvurnar og keppnisgrunnurinn reyndist vel að mestu leyti en þó komu upp hnökrar og villur sem höfðu áhrif á framkvæmd dagskrár. Prufukeyrslur á forritum fyrir mótahald eru til að læra af og án þeirra yrðu litlar framfarir og þróun í þessum geira. Mótanefnd Dreyra og Tölvunefnd LH vilja þakka keppendum fyrir þolinmæði og biðjast velvirðingar á mistökum sem bæði má rekja til tölvubúnaðar, dómaforrits og mannlegra mistaka.
Á mótinu voru einnig 12 dómaranemar sem dæmdu keppni úr brekkunni og báru sig þannig saman við hina 5 starfandi dómara mótsins. Þetta var hluti af námi þeirra til dómararéttinda fyrir keppni í hestaíþróttum á vegum Hestaíþróttadómarafélags Íslands.
Mótanefnd Dreyra vill þakka félagsmönnum kærlega fyrir störf sín á mótinu. Keppni í íþróttum, sama í hvaða grein, er ekki haldin án sjálfboðaliða sem leggja sig alla fram við að gera vel og að mótahaldið verði sem best. Framlag þeirra gleymist alltof oft í umfjöllun um mót og stundum meðal keppenda sjálfra.

Hér eru úrslit mótsins.:

Úrslit 1 flokk Tölt T4
1. Sigurður Sigurðurson / Magni frá þjóðólfhaga 6,71
2. Hrafnhildur Jónsdóttir / Hrímnir frá Syðri-Brennihóli 6,67
3. Ólafur Guðni Sigurðsson / Nasa frá Úey 6,42
4. Bergrún Ingólfsdóttir / Kæti frá Kálfholti 6,25
5. Elísa Englund Berge / Sandra frá Dufþaksholti 6,21

Úrslit Tölti T4 Ungmennaflokk
1. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Prins frá Skúfslæk 7,08
2. Máni Hilmarsson / Hamar frá Sandá 6,25
3. Guðný Margrét Siguroddsdóttir / Háfeti frá Hrísdal 6,17
4. Jóhanna Lilja P. Guðjónsdóttir / Kvistur frá Strandarhöfði 5,67
5. Viktoría Von Ragnasdóttir / Mökkur frá Heysholti 5,08


Úrslit fjórngangur barnaflokkur
1. Glódís Lif Gunnarsdótttir / Magni frá Spágilsstöðum 6,73
2. Helena Rán Gunnarsdóttir / Kornelíus frá Kirkjubæ 6,23
3. Þórdís Birna Sindradóttir / Kólfur frá Kaldbak 5,80
4. Kolbrún Sif Sindradóttir / Völur frá Hófgerði 5,17
5. Agnes Rún Mareinsdóttir / Arnar frá Barkarstöðum 4,43 – Dreyri

Úrslit fjórgangur Unglingaflokkur
1. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Prins frá Skúfslæk 6,97
2. Sölvi Karl Einarsson / Sýnir frá Efri-Hömrum 6,30
3. Helga Stefánsdóttir / Kolbeinn frá Hæli 6,10
4. Arnar Máni Sigurjónsson / Vindur frá Miðási 5,97
5. Herdís Lilja Björnsdóttir / Glaumur frá Bjarnastöðum 5,90

Úrslit fjórgangur Ungmenna
1. Guðný Margrét Siguroddsdóttir / Reykur frá Brennistöðum 6,63
2. Húni Hilmarsson / Neisti frá Grindavík 6,47
3. Hrafndís Katla Elíasdóttur / Stígur frá Koltursey 6,43
4. Kristín Hermannsdóttir / Þokkadís frá Rútsstaða-norðurkoti 6,13
5. Robub Riphagen / Púki frá Kálfholti 5,87

Úrslit fjórgangur 1 flokkur
1. Saga Steinþórsdóttur / Mói frá Álfhólum 6,77
2. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir / Fífill frá Feti 6,60
3. Hrafnhildur Jónsdóttir / Hrafnkatla frá Snartartungu 6,53
4. Kári Steinsson / Hrói frá Skarið 6,47
5. Arnhildur Halldórsdóttir / Þytur frá Stykkishólmi 6,00

Úrslit fjórgangur Opinn flokkur
1. Haukur Bjarnason / Ísar frá Skáney 6,77
2. Benedikt Þór Kristjánsson / Stofn frá Akranesi 6,70 – Dreyri
3. Elías Þórhallsson / Barónessa frá Ekru 6,60
4. Friðdóra Friðriksdóttir / Orka frá Hildisey 6,40
5. Jóhann Magnús Ármannsson / líf frá Breiðabólsstað 6,23

Úrslit Fimgangur Unglinga
1. Ylfa Guðrún Svafarsdóttur / Bjarky frá Blesastöðum 1A 6,74
2. Glódís Lif Gunnarsdóttir / Gyðja frá Læk 5,71
3. Arna Hrönn Ámundadóttir / Brennir frá Votmúla 1 5,62
4. Helga Stefásdóttir / Blika frá Syðra-Kolugili 5,29
5. Herdís Lilja Björnsdóttir / Byr frá Bjarnarnesi 5,26

Úrslit fimgangur Ungmenna
1. Máni Hilmarsson / Askur frá Laugarvöllum 6,14
2. Hrafndís Katla / Kápa frá Kotursey 4,98
3. Guðný Margrét Siguroddsdóttir / Fiðla frá Grundarfirði 4,48

Úrslit fimgangur 1 flokkur
Sigríður Helga Sigurðardóttir / Brjánn frá Akranesi 6,17
2. Maria Greve / Þyrnirós frá Skagaströnd 6,12 – Dreyri
3. Jón Steinar Konráðsson / Styrjöld frá Garði 5,79
4. Leifur George Gunnarsson / Steinar frá Skipaskaga 5,62 – Dreyri
5. Elísa Englund Berge / Erla frá Austurási 5,33


Úrslit Opinn flokkur
1. Súsanna Sand Ólafsdóttir / Hyllir frá Hvítárholti 7,05
2. Maiju Maaria Varis / Elding frá Hvoli 6,83
3. Randi Holaker / Þytur frá Skáney 6,31
4. Adolf Snæbjörnsson / Klókur frá Dallandi 5,14

Úrslit Tölt T3 Barnaflokkur
1. Glódís Líf Gunnarsdóttir / Magni frá Spágilsstöðum 6,39
2. Helena Rán Gunnarssdóttir / Kornelíus frá Kirkjubæ 6,33
3. Kolbrún Sif Sindradóttir / Völur frá Hófgerði 5,36

Úrslit Tölt T3 Unglingaflokk
1. Herdís Lilja Björnsdóttir / Glaumur frá Bjarnastöðum 6,06
2. Sölvi Karl Einarsson / Sýnir frá Efri-Hömrum 5,89
3. Kristrún Ragnhildur Bender / Dásemd frá Dallandi 5,83
4. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Bjarkey frá Blesastöðum 1A 5,22
5. Arna Hrönn Ámundadóttir / Brennir frá Votmúla 1 5,17

Úrslit Tölt T3 Ungmennaflokkur
1. Hrafndís katla Elíasdóttir / Stingur frá Kotursey 6,67
2. Guðný Margrét Siguroddsdóttir / Reykur frá Brennistöðum 6,67
3. Kristín Hermannsdóttir / Þokkadís frá Rútsstaða-Norðurkoti 6,39
4.Húni Hilmarsson / Neisti frá Grindavík 5,94

Úrslit Tölt T3 1 flokkur
1. Lára Jóhannesdóttir / Gormur frá Herríðarhóli 7,28
2. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 6,94
3. Hrafnhildur Jónsdóttir / Hrafnkatla frá Snartartungu 6,78
4. Jón Steinar Konráðsson / Vænting frá Brekkukoti 6,50
5. Kári Steinsson / Nóta frá Syðri-Úlfsstöðum 6,17


Úrslit Tölt T3 Opinn flokkur
1. Haukur Bjarnason / Ísar frá Skáney 7,22
2. Elías Þórhallsson / Barónessa frá Ekru 6,89
3. Randi Holaker / Þytur frá Skáney 6,89
4.Jóhannes Magnús Ármannsson / Líf frá Breiðabólsstað 6,89

Flugskeið 100m
1.Erlendur Ari Óskarsson / Korði frá Kanastöðum 8,17
2. Haukur Bjarnason / Bragi frá Skáney 8,22
3. Arna Ýr Guðnadóttir / Hrafnhetta frá Hvannstóð 8,72
4. Ólafur Guðmundsson / Niður frá Miðsitju 8,82 – Dreyri
5. Sonja Noack / Tvistur frá Skarði 8,98

Saman lagður fjórgangsmeistari  var Elías Þórhallsson og Baronessa frá Ekru og saman lagður fimgangsmeistari var Randi Holaker og Þytur frá Skáney

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content