ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Uppskeruhátíð LH – Jakob Svavar er knapi ársins

Uppskeruhátíð LH – Jakob Svavar er knapi ársins

01/11/17

img_8456

Uppskeruhátíð Landssambands Hestamannafélaga (LH) var haldin s.l laugardag. Á hátíðinni voru veittar  viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu.  Dreyrafélaginn Jakob Svavar Sigurðsson fékk stærstu viðurkenningu kvöldsins þegar hann var valinn Knapi ársins 2017. Hann var einnig valinn íþróttaknapi ársins og tilnefndur í 2 öðrum flokkum.  Glæsileg uppskera og árangur hjá Jakobi á þessu ári enda landaði hann t.d heimsmeistaratitli í tölti í sumar 🙂

Hestamannafélagið óskar Jakobi innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

———————-

Sjá nánar frétt af árshátið/uppskeruhátíðinni á vef LH – www.lhhestar.is

” Uppskeruhátíð hestamanna fór vel fram á Hilton Reykjavík Nordica síðastliðið laugardagskvöld. Lárus Ástmar Hannesson formaður LH setti hátíðina og fól Atla Þór Albertsyni veislustjórnina og fór honum sá starfi afar vel úr hendi.

Hljómsveitin Albatross lék síðan fyrir dansi með Sverrir Bergmann í fararbroddi. Hestamenn dönsuðu fram á nótt við þeirra undirspil og skemmtu sér konunglega.

Dagskrá hátíðarinnar var hefðbundin og hápunktur hennar þegar íþróttamenn okkar og heiðursverðlaunahafar voru verðlaunaðir.

Efnilegasti knapi ársins: Máni Hilmmarsson , Skugga

Íþróttaknapi ársins: Jakob Svavar Sigurðsson, Dreyra

Gæðingaknapi ársins: Daníel Jónsson, Spretti

Skeiðknapi ársins: Guðmundur Björgvinsson, Geysi

Kynbótaknapi ársins: Daníel Jónsson, Spretti

Knapi ársins: Jakob Svavar Sigurðsson, Dreyra

Keppnishestabú ársins: Litla Brekka

LH veitti Jóni Alberti Sigurbjörnssyni heiðursverðlaun fyrir áralanga aðkomu hans að málefnum íslenska hestsins um allan heim.

Félag hrossabænda verðlaunaði ræktunarbú ársins og þann heiður hlaut ræktunarbúið Efsta-Sel. Heiðursverðlaun félags hrossabænda hlaut Magnús Einarsson í Kjarnholtum

LH óskar verðlaunahöfum til hamingju með sín verðlaun og klárt mál að ekkert nema dugnaður, markviss þjálfun og elja skila slíkum sigrum sem þessir íþróttamenn ná. ”

 

 

 

 

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content