Fjórðungsmót Vesturlands 2017 í Borgarnesi.
Fjórðungsmót Vesturlands verður haldið í Borgarnesi þann 28. júní til 2. júlí n.k. Mótið er sem fyrr haldið af Vesturlandsfélögunum 5, þ.e Dreyra, Faxa í Borgarfirði, Skugga í Borgarnesi, Snæfellingi á Snæfellsnesi og Glað í Dalasýslu. Auk þess er hestamannafélögum á Norð-Vesturlandi, þ.e frá Vestfjörðum, Húnavatnssýslum og Skagafirði boðin þátttaka í keppni og kynbótasýningum. Mótshaldarar […]
Ferðaglaðir Dreyrafélagar.
Það hefur verið nóg að gera í félagsstarfinu hjá Hestamannafélaginu Dreyra í seinni hluta vetrar/vor og það sem af er sumri. Góð þátttaka og góður félagsandi hefur einkennt viðburði félagsins. Laugardaginn 6. maí var hátíðar-afmælisreiðtúr í tilefni 70 ára afmælis félagsins niður á Akratorg. Reiðtúrinn fór fram í veðurblíðu og tókst vel til. Áð var […]
Gæðingakeppni Dreyra -Úrslit
Gæðingakeppni Dreyra var haldin á Æðarodda þann 3. júní s.l. Hér er stólpagæðingurinn Arna frá Skipaskaga sigurvegari B-flokks gæðinga og Sigurður Sigurðarson. Glæsilegasti gæðingur mótsins og einnig besta hryssa mótsins var Arna frá Skipaskaga en hún er í eigu Sigurveigar Stefánsdóttur og Jóns Árnasonar. Knapi mótsins var Ólafur Guðmundsson. Hér eru úrslit keppninnar.: Barnaflokkur 1. […]
Fréttir af reiðnámskeiðum hjá Dreyra.
Í vetur/vor hafa verið haldin 4 reiðnámskeið hjá Dreyra. Námskeiðin hafa verið ólík en hentað knöpum af öllum stærðum, og ólíkum aldri en reynt að koma til móts við þarfir og óskir allra. Yngsti þátttakandinn var 4 ára og sá elsti 62 ára. Námskeiðshaldið hófst um miðjan mars þegar að reynsluboltinn og stórknapinn Daníel […]
Firmakeppni Dreyra – Úrslit
Hin árlega firmakeppni Dreyra var haldin að venju þann 1. maí s.l. á 70 ára afmælisdegi félagsins. Það blés heldur þunglega og rigndi hressilega um morguninn, nokkurs konar fræsingur eins einhver myndi kalla það. En eftir að mótið var sett kl 14 hélst veðrið alveg þokkalegt þrátt fyrir einstaka vindhviður sem feyktu upp jakkalöfum og […]
Firmakeppni Dreyra 1. maí
Firmakeppni Dreyra verður mánudaginn 1. maí n.k, 70 ára afmælisdagur, á Æðarodda og hefst kl: 14 með hópreið. Keppt verður í pollaflokki (teymt), barnaflokki, unglingaflokki, karla- og kvennaflokki. Skráning í félagsheimilinu mill 12:30 og 13:30. Að venju verður okkar góða kaffi- og kökuhlaðborð að keppni lokinni ásamt verðlaunaafhendingu. Önnur atriði: Mæting í hópreið er kl […]
Daníel Jónsson aftur með námskeið – 8. apríl n.k.
Daníel Jónsson mun koma aftur og halda námskeið í reiðhöllinni á Litlu Fellsöxl laugardaginn 8. apríl n.k. Þau sem voru á námskeiðinu fyrir 2 vikum hafa forgang en annars eru ALLIR velkomnir sem hafa áhuga á að bæta gæðinginn sinn. Takmarkaður fjöldi kemst að. Einkatími – verð 8500. Skráning berist á dreyri@gmail.com fyrir miðvikudaginn 5. […]
Fundur 5. apríl vegna Löngufjöruferðar í júní.
Dreyrafélagar: FERÐAR-FUNDUR verður haldinn miðvikudaginn 5. apríl kl.20 í félagsheimilinu vegna fjölskylduferðar hestamannafélagsins á Löngufjörur 9.-11.júní. Kostnaður er um Kr. 10.000 fyrir mann og hest (gisting á Snorrastöðum og girðingargjald) Kynningarfundur var haldinn 28. mars og ætlunin er á fundinum næsta miðvikudag (5.apríl) að þeir sem ætla sér að fara mæti og ráði ráðum sínum […]
Reiðnámskeið fyrir yngstu Dreyrafélagana.
Reiðnámskeið fyrir krakka í Dreyra. Reiðnámskeið fyrir börn (4 ára? til 12 ára?) verður haldið í apríl. Námskeiðið er ætlað fyrir börn sem eru óvön/óörugg og vilja auka öryggi sitt á hestbaki og bæta/læra stjórnun fararskjótans. Gert er ráð fyrir 5 skiptum og fyrsti tíminn verður síðdegis þann 19. apríl. Kennari verður Helena Bergström […]
Dreyrakrakkar á námskeiði í Skáney, Reykholtsdal
Í síðustu viku hófu 6 krakkar úr Dreyra, á aldrinum 12 til 14 ára, nám í knapamerki I. Námskeiðið tekur 10 skipti og er haldið í frábærri aðstöðu í Skáney í Reykholtsdal og er bæði bóklegt og verklegt. Reiðkennarar eru ábúendur á Skáney, þau Randy Holaker og Haukur Bjarnason sem bæði eru menntaðir reiðkennarar. Þau bjóða […]