Lokaæfing 22. maí
Nú er gráðun lokið hjá Karatefélagi Akraness og sumarið nálgast óðfluga. Lokaæfing félagsins verður 22. maí næstkomandi. Börnin mæta á sama æfingatíma og áður. Þá gefst krökkunum tækifæri til að flagga nýjum beltum og kveðja Villa þjálfara með sumarkveðju að lokinni æfingu.
KAK tekur þátt í vorhreinsun
Í fyrra bauðst aðildarfélögum ÍA að hreinsa rusl í bænum gegn styrk. Ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn í ár og taka höndum saman og hreinsa rusl í bænum okkar og strandlengju þann 8. maí. KAK tekur þátt í verkefninu og vonast til að sem flestir foreldrar og börn mæti til að sýna samhug í […]
Keppendur frá KAK á Íslandsmeistaramóti í karate
Keppt var á Íslandsmeistaramóti í karate um helgina, 4.-5. maí. Karatefélag Akraness átti nokkra keppendur á mótinu. Keppendur frá Karatefélaginu stóðu sig með prýði og skemmtu sér vel á mótinu
Gráðun Karatefélagsins 17. maí
17. maí verður gráðun í karatefélaginu klukkan 15:30-18. Gráðunin verður að þessu sinni í íþróttasalnum á Jaðarsbökkum. Foreldrum og öðrum velunnurum er velkomið að horfa á krakkana þreyta prófið. Börnunum er skipt í þrjá hópa: Byrjendur í karate (börn í karateskólanum): 15:30 – 16:30 Börn á framhaldsstigi í karate (þau sem hafa æft lengur ein […]
Íslandsmót í karate
Íslandsmót í karate verður haldið dagana 4.-5. maí. Keppt er í tveimur flokkum; flokki unglinga (12-17 ára) og flokki barna. Íslandsmót unglinga verður haldið 4. maí í Smáranum í Kópavogi milli klukkan 10:00 og 15:00 Íslandsmót barna verður haldið 5. maí í Smáranum í Kópavogi milli klukkan 10:00 og 15:00 Skilyrði fyrir þátttöku er að […]
Fjörkálfamót í Smáranum 13. apríl
Karatekrökkum frá Karatefélagi Akraness býðst að taka þátt Fjörkálfamóti í Kata sem karatefélög Þórshamars og Breiðabliks standa fyrir laugardaginn 13. apríl næstkomandi. Mótið er fyrir keppendur sem eru fæddir árið 2008 og yngri. Mótið er æfingamót. Á Faebook-síðu viðburðarins segir að mótið sé tilvalið tækifæri fyrir krakkana að kynnast kata-keppni í öruggu og uppbyggilegu umhverfi. Allir […]
Æfingar á Jaðarsbökkum frá 1. apríl
Æfingar karatefélagsins færast tímabundið yfir á Jaðarsbakka vegna framkvæmda við fimleikahúsið sem verið er að byggja við hlið íþróttahússins á Vesturgötu. Karateæfingar verða á sama tíma í parketsalnum á annarri hæð í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Gengið er inn um innganginn við enda hússins, við stóra ÍA merkið. Þaðan er farið upp stigann til vinstri.
Skemmtilegt innanfélagsmót í KATA
Fjöldi iðkenda í Karatefélagi Akraness tóku þátt í innanfélagsmóti í KATA í dag. Keppt var í þremur flokkum og var iðkendum skipt upp eftir beltum. Allir fengu páskaglaðning að móti loknu, páskaegg númer tvö. Sigurvegarar í efstu þremur sætum í hverjum flokki fyrir sig fengu svo ögn stærri páskaegg og svo virðist sem krökkunum hafi […]
Innanfélagsmót í KATA í lok mars
Laugardaginn 30. mars næstkomandi verður innanfélagsmót í KATAhjá Karatefélagi Akraness. Mótið hefst klukkan 14:00 og áætlað er að því ljúki klukkan 16:00. Krakkar sem hyggjast keppa mæti í aðalsalinn í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Mótið er skemmtimót þar sem krakkarnir kynnast því hvernig er að keppa í KATA. Allir þátttakendur í mótinu fá verðlaunapening fyrir þátttöku […]
Fréttabréf KAK nóv 2018
Hér er fréttabréf KAK í nóv 2018 Fréttabréf nóvember 2018