Karatedeild Breiðabliks býður iðkendum Karatefélags Akraness á opna æfingu 10. nóvember. Æfingin hefst klukkan 12 og sameiginlegur þjálfari Breiðabliks og karatefélags Akraness, Villi, mun sjá um æfinguna. Krakkarnir ættu því að vera eins og heima hjá sér. Foreldrar og forráðamenn þurfa að keyra börnunum sjálfir á æfinguna.
Með því að mæta á opna æfingu hjá Breiðabliki gefst krökkunum tækifæri til að kynnast öðrum iðkendum í karate og stækka karateheiminn.