ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Fjörkálfamót í kumite 2. nóvember

Fjörkálfamót í kumite 2. nóvember

30/10/19

fjörkálfamót

Laugardaginn 2. nóvember býðst iðkendum Karatefélags Akraness, 11 ára og yngri, að taka þátt í Fjörkálfamóti í kumite. Keppt er í tveimur aldursflokkum og mótið er eingöngu opið iðkendum með appelsínugult belti eða hærra. Þetta er í fyrsta skipti sem Karatefélag Akraness tekur þátt í móti í kumite. Óli og Kristrún, aðstoðarþjálfarar, verða liðsstjórar á mótinu.

Karatedeild Fylkis og Karatefélagið Þórshamar bjóða öllum karatekrökkum fæddum 2008 og síðar á æfingamót í kumite. Mótið er hugsað sem tækifæri fyrir krakkana til að kynnast kumite-keppni í öruggu umhverfi þar sem þau fá tilsögn, stuðning og útskýringar á því hvernig leikurinn gengur fyrir sig. Allir keppendur fá þátttökuverðlaun og keppa fleiri en eina viðureign.

Í þessu skjali er hægt að skrá barn til þáttöku, en barnið þarf að vera skráð í Karatefélag Akraness til að geta tekið þátt. Karatefélagið greiðir mótagjaldið og foreldrar eru því hvattir til að skrá ekki barn til leiks, nema öruggt sé um þátttöku.

Mótið fer fram í Fylkisselinu.

Dagskrá
Árgangar 2010 og yngri
09:30 Mæting
10:00 Mót hefst
11:30 Verðlaunaafhending
12:00 Pizzupartý

Árgangar 2008–2009
12:30 Mæting
13:00 Mót hefst
14:30 Verðlaunaafhending
15:00 Pizzupartý

Hér er hægt að skoða Facebook-síðu mótsins. 

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content