ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Innanfélagsmót í KATA 13. október og vetrarfrí

Innanfélagsmót í KATA 13. október og vetrarfrí

07/10/19

Karate

Sunnudaginn 13. október næstkomandi verður innanfélagsmót í KATA hjá Karatefélagi Akraness. Mótið verður í stóra sal íþróttahússins á Jaðarsbökkum og stendur frá 12:00 til um það bil 14:00. Eftir mótið verður keppendum boðið upp á pizzu og leiki. Gert er ráð fyrir að öllu verði lokið um 15:30.

Mótið er skemmtimót þar sem krakkarnir kynnast því hvernig er að keppa í KATA. Allir þátttakendur fá verðlaunapening fyrir þátttöku. Foreldrum og forráðamönnum er velkomið að horfa á mótið og hvetja krakkana til dáða.

Hér er hægt að skrá barn til þátttöku á mótinu. Vonandi taka sem flestir iðkendur þátt í að skapa skemmtilegt og líflegt mót og njóta samvista saman að móti loknu.

Vetrarfrí verður svo í karate miðvikudaginn 16. október ogföstudaginn 18. október. Svo mæta allir hressir á æfingu eftir gott frí 23. október.

Edit Content
Edit Content
Edit Content