ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

KAK tekur þátt í vorhreinsun

KAK tekur þátt í vorhreinsun

05/05/19

Garbage-Full_70908365_800

Í fyrra bauðst aðildarfélögum ÍA að hreinsa rusl í bænum gegn styrk. Ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn í ár og taka höndum saman og hreinsa rusl í bænum okkar og strandlengju þann 8. maí. KAK tekur þátt í verkefninu og vonast til að sem flestir foreldrar og börn mæti til að sýna samhug í verki.

Áætlað er að byrja að tína rusl klukkan 17:00 og gert er ráð fyrir að vera að til klukkan 18:30. Bænum verður skipt niður í svæði og hverju íþróttafélagi fyrir sig verður úthlutað svæði. Nánari upplýsingar um hvar KAK-félagar eiga að mæta kemur inn á Facebook-síðu félagsins.

Að loknum hreinsunardegi verður boðið upp á kakó og kleinur við Íþróttahúsið við Vesturgötu og Íþróttamiðstöðina á Jaðarsbökkum. Einnig verður frítt í sund fyrir alla sem taka þátt.

Átakið var reynt í fyrsta sinn á  síðasta ári og tókst heldur betur vel til en um 400 manns mættu til að fegra umhverfið á Akranesi og fékk ÍA umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar fyrir framtakið.

Edit Content
Edit Content
Edit Content