Æfingar Karatefélagsins munu færast aftur í húsnæði Íþróttahússins á Vesturgötu næsta miðvikudag, 9. október. Eins og áður verður æft í speglasalnum í kjallara íþróttahússins.
Einnig verður sú breyting á að æfingatími allra flokka á föstudögum hliðrast um einn klukkutíma. Æfingar byrja fyrr á föstudögum. Þannig byrjar karateskólinn klukkan 14:10 og hver flokkur fylgir á eftir. Þetta er gert svo síðustu hópar geti klárað æfingar fyrr á föstudögum.
Hér er hægt að skoða æfingatöflu. Æfingatími er óbreyttur á miðvikudögum.