Sumarnámskeið Fimleikafélagsins
Það verður nóg í boði hjá Fimleikafélagi ÍA í júní fyrir börn á öllum aldri Sumar Fimleikjanámskeið fyrir börn fædd 2014-2015 og 2016-2017– Skemmtilegt leikjánámskeið fyrir alla krakka sem vilja prófa fimleika og parkour í bland við leiki og útiveru.– Tilvalið að taka hálfan dag hjá Þorpinu á móti námskeiðinu Sumar Parkour fyrir börn fædd […]
RISA Fjölskyldu Zumba
Fjölmennum í RISA Zumbatíma í Bragganum Jaðarsbökkum sunnudaginn 26. maí klukkan 15:00 – 15:40. Sannkallað danspartý!💃🕺 Helena Rúnarsdóttir íþróttakennari og badminton drottning ætlar að sjá til þess að við dönsum öll í takt. Hvetjum allar fjölskyldur til að mæta í sínum litríkustu klæðum og hreyfa sig saman, hver veit nema við sláum Íslandsmet í fjölda […]
Ert þú á aldrinum 20-30 ára og hefur áhuga á Ólympíuævintýri í sumar?
Leitað er af efnilegum einstaklingum sem hafa áhuga á þátttöku á námskeiði í Ólympíu. Ert þú á aldrinum 20-30 ára með brennandi áhuga á íþróttum og hefur áhuga á að taka þátt í Ólympíuævintýri í sumar? Leitað er að tveimur einstaklingum sem náð hafa góðum árangri í íþróttum og /eða sinnt kennslu, þjálfun eða félagsstörfum […]
AÐALFUNDUR Fimleikafélags ÍA
Aðalfundur Fimleikafélags ÍA verður haldinn þann 12. mars n.k. kl. 20:00 í Hátíðarsal að Jaðarsbökkum. Dagskrá fundarins eru venjubundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Iðkendur, foreldrar, þjálfarar og aðrir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta. Stjórnin.
Viðburðaríkur mánuður hjá Fimleikafélagi ÍA
Síðastliðinn mánuður hefur heldur betur verið viðburðaríkur hjá Fimleikafélagi ÍA. Á miðvikudag s.l. fór fram úrtökuæfing fyrir A landslið Íslands í hópfimleikum. Í kjölfar var valið í úrvalshópa fyrir tímabilið en liðin stefna á keppni á Evrópumótinu í Baku í október á þessu ári. Skagakonan Guðrún Julianne Unnarsdóttir var valin í 16 manna úrvalshóp kvenna […]
RÁÐSTEFNAN: KONUR OG ÍÞRÓTTIR, FORYSTA OG FRAMTÍÐ
Í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars næstkomandi standa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) fyrir ráðstefnunni Konur og íþróttir, forysta og framtíð. Á ráðstefnunni eru konur í fyrsta sæti. Konur í stjórnum félaga, konur í dómgæslu og konur í þjálfun. Rætt verður um helstu áskoranir sem konur í íþróttum […]
Sálfræðiþjónusta fyrir aðildafélög ÍA
Íþróttabandalag Akraness (ÍA) og Sálfræðistofa Reykjavíkur (SR) skriðfuðu þann 12. febrúar undir samning þess efnis að SR muni veita íþróttafólki og þjálfurum aðildafélaga ÍA sálfræðiþjónustu sem verður að fullu greidd af ÍA. ÍA á, samkvæmt samningi þessum, fjögur föst sálfræðiviðtöl á mánuði sem standa íþróttafólki og þjálfurum ÍA til boða. Hver og einn einstaklingur getur […]
Nýtt námskeið fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir
Fimleikar og fótbolti fyrir alla – Allir með! Það gleður okkur að segja frá því að Fimleikafélag ÍA og Knattspyrnufélag ÍA hafa tekið sig saman og bjóða nú sameiginlega upp á nýtt 8 vikna námskeið fyrir börn á grunnskólaaldri með mismunandi stuðningsþarfir. Markmiðið er að auka tækifæri barna með mismunandi sérþarfir til þess að iðka […]
Ný stjórn blakfélags ÍA
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Bresa / Blakfélags ÍA sem fór mánudaginn 22. janúar s.l. kl. 20:00. Esther Judith Steinsson tók við sem formaður og kemur í stað Valgerðar Ásu Kristjánsdóttur.Nýr gjaldkeri var kjörinn og tekur Rasa Jataute við keflinu af Helenu Rut Steinsdóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Lilja Margrét […]
ER PLÁSS FYRIR ÖLL Í ÍÞRÓTTUM?
FIMMTUDAGINN 25. JANÚAR VERÐUR RÁÐSTEFNAN ,,ER PLÁSS FYRIR ÖLL Í ÍÞRÓTTUM” HALDIN Í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK. Þema ráðstefnunar verður inngilding í íþróttum. Á ráðstefnunni verða sex pallborð þar sem fatlað íþróttafólk, hinsegin og kynsegin íþróttafólk, íþróttafólk af erlendum uppruna og aðrir sérfræðingar segja sínar reynslusögur og hvað er hægt að gera betur. Dagskrá ráðstefnunnar er […]