ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Líf og fjör á landsmóti UMFÍ í Vogum

Líf og fjör á landsmóti UMFÍ í Vogum

29/05/24

umfi

Það má svo sannarlega segja að það verði líf og fjör á landsmóti UMFÍ sem haldið verður í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 6. – 9. júní.

Landsmót UMFÍ er opið öllum sem verða 50 ára á árinu og eldri. Einnig verða í boði greinar fyrir yngri þátttakendur. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum.

Boðið er upp á keppni í meira en tuttugu íþróttagreinum auk þess sem boðið verður upp á opnar greinar sem 18 ára og eldri geta tekið þátt í. Þar á meðal er Strandarhlaup Blue, sem hefur verið endurvakið eftir nokkurra ára dvala. Hlaupið er eitt af opnum greinum mótsins og geta allir sem eru yngri en 50 ára skráð sig til leiks. Keppt verður í tveimur aldursflokkum, 49 ára og yngri og 50 ára og eldri, og þá verður hægt að velja á milli tveggja vegalengda, fimm eða tíu kílómetra.

Greinar mótsins eru: Boccia, borðtennis, brennibolti, bridds, frisbígolf, frjálsar íþróttir, golf, hjólreiðar, kasína, línudans, petanque, píla, pútt, pönnukökubakstur, ringó, skák, stígvélakast, strandarhlaup og sund. 

Dagskrá mótsins má finna hér

Vekjum athygli á að Boccia er með vinsælustu greinum mótsins og opið er fyrir skráningu í greinina til miðnættis föstudaginn 31. maí.

Opið er fyrir skráningu í aðrar greinar Landsmóts UMFÍ 50+ til klukkan 16:00 mánudaginn 3. júní.

Við hvetjum spræka Skagamenn til að skrá sig til leiks í þessari sannkölluðu íþróttaveislu.

Frekari upplýsingar um Landsmót UMFÍ 50+ hér.

NÁNARI UPPLÝSINGAR
Framkvæmdastjóri mótsins er Ómar Bragi Stefánsson.
Netfang: omar@umfi.is
Sími: 898-1095

Edit Content
Edit Content
Edit Content