ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Sálfræðiþjónusta fyrir aðildafélög ÍA

Sálfræðiþjónusta fyrir aðildafélög ÍA

16/02/24

Black Closed Sign Landscape Poster (7)

Íþróttabandalag Akraness (ÍA) og Sálfræðistofa Reykjavíkur (SR) skriðfuðu þann 12. febrúar undir samning þess efnis að SR muni veita íþróttafólki og þjálfurum aðildafélaga ÍA sálfræðiþjónustu sem verður að fullu greidd af ÍA.

ÍA á, samkvæmt samningi þessum, fjögur föst sálfræðiviðtöl á mánuði sem standa íþróttafólki og þjálfurum ÍA til boða. Hver og einn einstaklingur getur sótt viðtalstíma í allt að þrjú skipti en möguleiki er að fá fleiri tíma sé málið metið þannig af sálfræðingi og framkvæmdastjóra félags að nauðsyn þykir fyrir viðbótar sálfræðiviðtöl umfram skilgreindan kvóta. Í kjölfar þarf samþykki stjórnar ÍA að liggja ljóst fyrir áður en meðferð er haldið áfram.

Það er margsannað að andlegur styrkur er ekki síður jafn mikilvægur þáttur í frammistöðu og líkamlegur styrkur íþróttafólks. Árangur ræðst ekki aðeins af líkamlegri færni heldur einnig af hugrænni
færni og því er mikilvægt að þróa hugrænan styrk í íþróttafólki frá unga aldri.

ÍA er virkilega stolt að því að geta boðið einstaklingum innan sinna raða upp á sálfræðiviðtöl og vonast eftir að undirtektir verði með eindæmum góðar.

Guðmunda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ÍA og Karl Jónas Smárason, einn af eigendum Sálfræðistofu Reykjavíkur.

Edit Content
Edit Content
Edit Content