Fimleikar og fótbolti fyrir alla – Allir með!
Það gleður okkur að segja frá því að Fimleikafélag ÍA og Knattspyrnufélag ÍA hafa tekið sig saman og bjóða nú sameiginlega upp á nýtt 8 vikna námskeið fyrir börn á grunnskólaaldri með mismunandi stuðningsþarfir.
Markmiðið er að auka tækifæri barna með mismunandi sérþarfir til þess að iðka fimleika og fótbolta og að þau eigi aukna möguleika á að mæta á æfingar í sínu nær umhverfi með þeirri aðstoð og aðlögun sem þarf til þess að allir geti tekið virkan þátt.
Við tökum þessari nýjung fagnandi og vonumst eftir frábærum móttökum á þetta flotta námskeið
Skráning er hafin á Sportabler
![](https://ia.is/wp-content/uploads/2024/02/Allir-med-1024x858.png)