ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Ný stjórn blakfélags ÍA

Ný stjórn blakfélags ÍA

25/01/24

Black Closed Sign Landscape Poster

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Bresa / Blakfélags ÍA sem fór mánudaginn 22. janúar s.l. kl. 20:00.

Esther Judith Steinsson tók við sem formaður og kemur í stað Valgerðar Ásu Kristjánsdóttur.
Nýr gjaldkeri var kjörinn og tekur Rasa Jataute við keflinu af Helenu Rut Steinsdóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Lilja Margrét Riedel kemur einnig ný inn í stjórn og tekur við hlutverki ritara af Karítas Ósk Ólafsdóttur.

Líkt mörgum er kunnugt þurfti Blakfélag ÍA að fella niður allt skipulagt starf vegna húsnæðisskorts af sökum nauðsynlegra endurbóta á Íþróttahúsinu við Vesturgötu.

Mikill áhugi og eldmóður er hjá nýrri stjórn að geta boðið upp á blak á ný fyrir áhugasamt Skagafólk, en stefnt er á að æfingar geti aftur hafist um leið og pláss losnar í íþróttamannvirkjum, eigi síðar en í haust.

Því má með sanni segja að það séu spennandi tímar framundan hjá félaginu.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content