FH bar sigurorð af ÍA

Meistaraflokkur karla mætti FH í fyrsta leik Íslandsmótsins sem fram fór við góðar aðstæður á Norðurálsvelli.   FH byrjaði af

Vel heppnaður vinnudagur 29. apríl

Félagsmenn GL ásamt góðum gestahóp frá Akureyri fjölmenntu á síðasta vinnudaginn laugardaginn 29. apríl þetta vorið til að undirbúa völlinn okkar fyrir sumarið.

Mörgum verkum var komið í verk á vinnudögum þetta vorið en hæst ber þokulagning við 4. flöt en sú framkvæmd og breyting er farinn að líta afar vel út og verður gaman að sjá hvernig kylfingum mun líka hún.

Dagurinn tókst vel í alla staði þrátt fyrir leiðindaveður á köflum en boðið var upp á allan pakkann þennan daginn s.s. rigningu, vindblástur, slyddu og sól.

Takk allir sem aðstoðuðu þessa þrjá vinnudaga í apríl – án ykkar aðstoðar væri völlurinn ekki tilbúinn.

Ágúst Júlíusson á Smáþjóðarleikana

Sundsamband Íslands hefur gefið út nöfn þeirra 16 sundmanna sem munu keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum 2017 sem haldnir verða í San Marino dagana 29. maí til 3. júní. Að sjálfsögðu á Sundfélag Akraness fulltrúa í hópnum en Ágúst Júlíusson er þar á meðal. Ágúst hefur verið einn sigursælasti flugsundsmaður síðustu ára hér á […]

Vinnudagur 29. apríl og vormót 1. maí 2017

Laugardaginn 29. apríl ætlum við að hafa vinnudag frá kl. 9:00 – 12:00 og leggja lokahönd á undirbúning fyrir opnun vallar. Verkefnin eru af ýmsum toga s.s. klára þokulagningu við 4. flöt (lítið svæði sem eftir er og þarf að klára), keyra út ruslatunnur, teigmerki, hrífur í sandgryfjur, yfirfara merkingar ofl. minni verkefni. Við hlökkum til að sjá sem flesta mæta og leggja okkur lið. Mæting er eins og áður í vélaskemmu.

Við stefnum á að að opna inn á sumarflatir fyrir félagsmenn þegar líður á laugardaginn og biðjum við félagsmenn að ganga vel um völlinn okkar því hann er viðkvæmur nú þegar gróðurinn er að taka við sér eftir kulda síðustu daga og vikur. Við biðjum alla félagsmenn og kylfinga að laga boltaför á flötum og setja torfusnepla í kylfuför.

Athugið, skráning rástíma hefst því laugardaginn 29. apríl miðað við að ofangreindar áætlanir gangi eftir.

Áætlanir gera svo ráð fyrir að formleg opnun vallar verði laugardaginn 6. maí og verður send út tilkynning síðar um það og einnig árlegt opnunarmót vallarins sem er Húsmótið.

Vormót

Mánudaginn 1. maí ætlum við að hafa vormót fyrir félagsmenn og verður ræst út frá kl. 8:00 – 11:00.

Við munum spila 18 holu punktakeppni þar sem veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og nándarverðlaun á völdum par 3 holum. Skráning hefst fimmtudag 27. apríl kl. 10:00.

Mótsgjald 2000 kr.

Vilt þú vera með og þróa sundið á Skaganum?

Sundfélag Akraness auglýsir eftir tveimur sundþjálfurum til starfa fyrir félagið. Annar yrði í 80-100% starfi fyrir yngri hópa félagsins en hinn í minna starfshlutfalli og tæki að sér einstök verkefni eða hópa fyrir félagið. Starfslýsing fyrir þjálfara í 80-100% starfi er m.a. – Þjálfun og skipulagning æfinga – Umsjón með yngri hópum félagsins i samvinnu […]

Firmakeppni Dreyra 1. maí

Firmakeppni Dreyra verður mánudaginn 1. maí n.k, 70 ára afmælisdagur,  á Æðarodda og hefst kl: 14 með hópreið. Keppt verður í pollaflokki (teymt), barnaflokki, unglingaflokki, karla- og kvennaflokki. Skráning í félagsheimilinu mill 12:30 og 13:30. Að venju verður okkar góða kaffi- og kökuhlaðborð að keppni lokinni ásamt verðlaunaafhendingu. Önnur atriði: Mæting í hópreið er kl […]

Ársmiðasalan er komin í gang!

Ársmiðasalan er að hefjast, nokkru síðar en við ætluðum. Við hvetjum samt sem áður alla Skagamenn til að fjárfesta í

Fyrsti sláttur vorið 2017

Fyrsti sláttur þessa vors á Garðavelli var þriðjudaginn 25. apríl þegar vallar starfsmenn slógu flatir Garðavallar.

Völlurinn kemur vel undan vetri og lítur vel út að sögn vallarstjórans Brynjars Sæmundssonar. Kylfingar geta farið að hlakka til því nú styttist í opnun Garðavallar með hverjum degi.

Frábær árangur hjá ÍA á Bikarmóti Íslands.

Brimrún Eir Óðinsdóttir tryggði sér annað sætið í flokki unglingsstúlkna á glæsilegu Bikarmeistaramóti Íslands í klifri sem fram fór í Klifurhúsinu um helgina. Stúlkurnar klifruðu fjórar leiðir og Brimrún Eir toppaði þrjár leiðir í fjórum tilraunum. Gabríela Einarsdóttir úr Björkinni toppaði þrjár leiðir í þremur tilraunum og fór því með sigur af hólmi. Brimrún Eir […]