ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Vinnudagur 29. apríl og vormót 1. maí 2017

Vinnudagur 29. apríl og vormót 1. maí 2017

28/04/17

#2D2D33

Laugardaginn 29. apríl ætlum við að hafa vinnudag frá kl. 9:00 – 12:00 og leggja lokahönd á undirbúning fyrir opnun vallar. Verkefnin eru af ýmsum toga s.s. klára þokulagningu við 4. flöt (lítið svæði sem eftir er og þarf að klára), keyra út ruslatunnur, teigmerki, hrífur í sandgryfjur, yfirfara merkingar ofl. minni verkefni. Við hlökkum til að sjá sem flesta mæta og leggja okkur lið. Mæting er eins og áður í vélaskemmu.

Við stefnum á að að opna inn á sumarflatir fyrir félagsmenn þegar líður á laugardaginn og biðjum við félagsmenn að ganga vel um völlinn okkar því hann er viðkvæmur nú þegar gróðurinn er að taka við sér eftir kulda síðustu daga og vikur. Við biðjum alla félagsmenn og kylfinga að laga boltaför á flötum og setja torfusnepla í kylfuför.

Athugið, skráning rástíma hefst því laugardaginn 29. apríl miðað við að ofangreindar áætlanir gangi eftir.

Áætlanir gera svo ráð fyrir að formleg opnun vallar verði laugardaginn 6. maí og verður send út tilkynning síðar um það og einnig árlegt opnunarmót vallarins sem er Húsmótið.

Vormót

Mánudaginn 1. maí ætlum við að hafa vormót fyrir félagsmenn og verður ræst út frá kl. 8:00 – 11:00.

Við munum spila 18 holu punktakeppni þar sem veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og nándarverðlaun á völdum par 3 holum. Skráning hefst fimmtudag 27. apríl kl. 10:00.

Mótsgjald 2000 kr.

Edit Content
Edit Content
Edit Content