ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Ágúst Júlíusson á Smáþjóðarleikana

Ágúst Júlíusson á Smáþjóðarleikana

29/04/17

ágúst

Sundsamband Íslands hefur gefið út nöfn þeirra 16 sundmanna sem munu keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum 2017 sem haldnir verða í San Marino dagana 29. maí til 3. júní. Að sjálfsögðu á Sundfélag Akraness fulltrúa í hópnum en Ágúst Júlíusson er þar á meðal. Ágúst hefur verið einn sigursælasti flugsundsmaður síðustu ára hér á landi. Ágúst hefur æft vel í vetur og er enn að bæta bæta sig. Sextán sundmenn eru valdir, átta karlar og átta konur en vert er að geta að Skagakonan Inga Elín Cryer sem syndir fyrir sundfélagið Ægi er einnig með í hópnum.

Edit Content
Edit Content
Edit Content