Krílabolti fyrir 4 og 5 ára.
Núna sunnudaginn 14.sept hefjast körfuboltaæfingar í krílabolta fyrir 4 og 5 ára. Æfingarnar eru kl: 11:15 í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Þjálfarar eru reynsluboltar úr mfl., þeir Fannar Helgason, Ómar Helgason og Birkir Guðjónsson Frítt er að prófa út september og skráning er í Nóra kerfi ÍA. Nánari upplýsingar um vetrarstarfið er að finna á heimasíðu […]
Nýr erlendur leikmaður til ÍA
‘-Jamarco leitar af stærra verkefniEkkert verður að því að Jamarco sem átti magnað tímabil með okkur í fyrra komi aftur til félagsins en hann er að leita sér að stærra verkefni fyrir komandi tímabil. Óskar félagið honum alls hins besta í þeim efnum og þakkar honum fyrir framlag sitt til félagsins síðastlið tímabil. ÍA hefur […]
Góður dagur í körfunni hjá ÍA
Sumarið er ekkimerkilegasti tíminn í íslenska körfuboltaheiminum. En Körfuknattleiksfélag ÍA undirritaði nú í kvöld samning við spilandi þjálfara fyrir komandi tímabil í 1. deildinni.Hinn 28 ára gamli Áskell Jónsson þreytti frumraun sína í þjálfun meistaraflokks á síðustu leiktíð þegar hann stjórnaði liðinu samhliða því að leika með því en Áskell hefur verið lykilmaður hjá ÍA […]
16. Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn Hornafirði.
Unglingalandsmótið árið 2013 er að þessu sinni á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Mótin hafa verið afar vinsæl og voru u.þ.b 2000 keppendur á síðasta mót á Selfossi. Keppnisgreinar verða: Frjálsar íþróttir,fimleikar,körfubolti,knattspyrna,motokross,glíma,golf,stafsetning, upplestur,skák,hestíþróttir og strandblak. Allir finna eitthvað við sitt hæfi og einungis er eitt keppnisgjald kr 6000. Allar skemmtanir og tjaldstæði eru frítt á […]
Gengið á Guðfinnuþúfu 1 júlí
Gengið verður á Guðfinnuþúfu í Akrafjalli mánudaginn 1 júli kl 18:00 frá bílastæðinu við Akrafjall. Munum við koma fyrir nýrri gestabók í kassann góða.Sigurvegarar USK frá síðasta gönguári eru sérstaklega boðaðir í gönguna og hvetjum við sem flesta til að koma og ganga með okkur. Sjáumst hress og höfum gaman saman. Íslandi allt !
Landsmót UMFÍ á Selfossi-Stærsta íþróttamót ársins
Búið er að opna fyrir skráningar á Landsmótið sem haldið verður á Selfossi helgina 4-7 júlí nk. Nú þegar hefur skráð sig sveit í skotfimi,einnig keppendur í lyftingum,stafsetningu og starfshlaupi svo eitthvað sé nefnt. Við viljum hvetja alla Skagamenn og nærsveitunga til að taka þátt og skrá sig. Mikil flóra er af keppnisgreinum og allir […]
Styttist í 50+ mótið á Vík í Mýrdal
Nú styttist óðum í Landsmót 50+á Vík í Mýrdal. Nokkrir keppendur eru búnir að skrá sig af Skaganum og keppa fyrir ÍA og USK,m.a. Briddssveit,sundgarpar og keppendur í Boccia. Gaman væri að fá fleiri vaska keppendur. Ekki síst í starfsgreinar. Enn er hægt að skrá sig og hvetjum við alla sem náð hafa aldri 🙂 […]
Landsmótasumarið 2013.
Segja má að mikið sé um að vera á komandi sumri. 3 landsmót verða í sumar og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Búið er að opna fyrir skráningar á landsmót 50+ sem verður haldið í Vík í Mýrdal helgina 7-9 júní. Allar nánari upplýsingar og skráningar eru á www.umfi.is. Í Júlí er svo […]
Samvest æfing í Laugardagshöll
Boðað er til sameiginlegrar æfingar hjá Samvest laugardaginn 6 apríl nk. Gestaþjálfarar verða á svæðinu og góðir gestir í fremstu röð. Mætum með góða skapið. Lifi frjálsar. Smella á meira fyrir nánari upplýsingar. Sam-Vest æfingaferð til Reykjavíkur 6. apríl 2013 Kynning til iðkenda og foreldra Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða […]
Gestabókin sótt á Guðfinnuþúfu
Farið var á Guðfinnuþúfu og gestabókin sótt. Mikil aukning hefur verið í ferðum á Guðfinnuþúfu frá því í fyrra er við settum bók þar fyrst upp. 890 færslur voru í bókinni frá því 22.júní sl. Skipaskagi veitir verðlaun þeim sem skrifa oftast í bókina og svo eru veitt verðlaun af handahófi. Vinningshafar í ár eru: […]