ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Nýr erlendur leikmaður til ÍA

Nýr erlendur leikmaður til ÍA

23/08/14

#2D2D33

‘-Jamarco leitar af stærra verkefniEkkert verður að því að Jamarco sem átti magnað tímabil með okkur í fyrra komi aftur til félagsins en hann er að leita sér að stærra verkefni fyrir komandi tímabil. Óskar félagið honum alls hins besta í þeim efnum og þakkar honum fyrir framlag sitt til félagsins síðastlið tímabil.
ÍA hefur því samið við annan bandarískan leikmann fyrir komandi tímabil í 1. deildinni. Sá er Íslendingum þó ekki svo ókunnugur en hann ber nafnið Robert Jarvis og lék á Íslandi með ÍR í efstudeild undir lok tímabils 2010 og svo tímabilið 2011/2012. Þar var hann með 23,8 stig, 4 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik og rúmlega 40% þriggja stiga nýtingu, en eins og sjá má í þessu myndbandi frá Íslandsárunum þá þarf okkar maður ekki að vera nálægt til að hitta eins og sjá má á þessu myndbroti.

En kappinn sem fæddur er í Houston árið 1987 er í dag 180cm á hæð og hættur að stækka, en innan vallar leikur hann í stöðu leikstjórnanda og er enn að vaxa þar. Háskólaárunum eyddi hann með Oral Roberts í NCAA I deildinni þar sem hann var með 17,2 stig að meðtali í leik á lokaári sínu og með 34% þriggja stiga nýtingu. Á atvinnumanna ferlinum hefur Robert m.a. leikið í Ungverjalandi, Póllandi, Mexíkó auk Íslands en einnig hefur hann spilað í NBA D-League. Hann er vanur að vera í hlutverki skorara og leiðtoga í sínum liðum og mun að öllum líkindum fá það hlutverk hjá ÍA á Akranesi í vetur.

Við hlökkum til að taka á móti Robert Jarvis hér á Akranesi en fyrsti leikur tímabilsins er útileikur gegn Breiðablik 10. október en fyrsti heimaleikurinn er á móti Þór frá Akureyrir 17. október.

Edit Content
Edit Content
Edit Content