ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Góður dagur í körfunni hjá ÍA

Góður dagur í körfunni hjá ÍA

24/07/14

#2D2D33

Sumarið er ekkimerkilegasti tíminn í íslenska körfuboltaheiminum. En Körfuknattleiksfélag ÍA undirritaði nú í kvöld samning við spilandi þjálfara fyrir komandi tímabil í 1. deildinni.Hinn 28 ára gamli Áskell Jónsson þreytti frumraun sína í þjálfun meistaraflokks á síðustu leiktíð þegar hann stjórnaði liðinu samhliða því að leika með því en Áskell hefur verið lykilmaður hjá ÍA undnafarin ár. Þar sem vel þótti til takast var það strax vilji stjórnar að bjóða Áskeli áframhaldandi starf sem spilandi þjálfari og á sama tíma ákveðið að skoða þann möguleika að fá annan aðila til að koma að þjálfuninni með Áskeli og reyna að finna hina fullkomnu blöndu.

Það var svo núna í kvöld sem skrifað var undir samning við tvo spilandi þjálfara. Annars vegar Áskel Jónson og hinn aðilinn í þjálfarateiminu er 30 ára gamall maður ættaður frá körfuboltabænum Ósi í Hvalfjarðarsveit, Fannar Helgason að nafni, en hann gengur til liðs við uppeldisfélagið frá Stjörnunni í Garðabæ þar sem hann hefur undanfarin ár verið fyrirliði liðsins og á að baka rúmlega 200 leiki í Úrvalsdeild og landsleikirnir eru einnig nokkrir. Að auki er gaman að geta þess að Fannar hefur tvisvar hampað bikarmeistaratitlinum.Það þarf því ekki að fara mörgum orðum um það hversu gríðarlega mikilvægt það er fyrir félagið að Fannar skuli vera kominn heim en Fannar spilaði t.d. 5 leiki fyrir ÍA tímabilið 1999-2000. Það er því óhætt að segja það að dagurinn í dag er stór í körfuboltasögunni hér á Akranesi og það er mikil tilhlökkun fyrir komandi tímabili og tímabilum, því við nennum ekki að tjalda og vera bara í eina nótt.Áfram ÍA.

Edit Content
Edit Content
Edit Content