ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Samvest æfing í Laugardagshöll

Samvest æfing í Laugardagshöll

03/04/13

#2D2D33

Boðað er til sameiginlegrar æfingar hjá Samvest laugardaginn 6 apríl nk. Gestaþjálfarar verða á svæðinu og góðir gestir í fremstu röð. Mætum með góða skapið. Lifi frjálsar.
Smella á meira fyrir nánari upplýsingar.

Sam-Vest æfingaferð til Reykjavíkur 6. apríl 2013
Kynning til iðkenda og foreldra

Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða nú til annarrar samæfingar í Laugardalshöll fyrir iðkendur sína.

Við höfum fengið tíma í frjálsíþróttaaðstöðunni í Laugardalshöll, laugardaginn 6. apríl nk. og stefnum að sameiginlegri æfingaferð með frjálsíþróttafólkið okkar.

Eftirfarandi er ákveðið um ferðina:
• Hugsað fyrir þátttakendur 10 ára (árgangur 2003) og eldri
• Þjálfarar á starfssvæðinu munu sjá um þjálfun, en okkur til aðstoðar verða gestaþjálfarar frá stærri félögum á höfuðborgarsvæðinu
• Æfðar verða flestar greinar, s.s. spretthlaup, langstökk, hástökk og kastgreinar.
• Dagskrá: Æfing frá kl. 13-16, sameiginleg máltíð og svo sundferð eftir því sem áhugi er fyrir

Kæru iðkendur og foreldrar!

Þessi æfingaferð er mikilvægt skref í samstarfi sem getur skilað okkur umtalsverðum ávinningi og skemmtilegri reynslu.
Mikilvægt er að vita sem allra fyrst hverjir hafa áhuga og sjá sér fært að komast.

Skráningar þurfa að berast til Önnu í síma 8975153/Skafta 8650079 eða með tölvupósti á netfangið faxafiskur(hjá)simnet í síðasta lagi miðvikudaginn 3. apríl nk.

Með frjálsíþróttakveðju,
SAMVEST samstarfið
mars 2013

Edit Content
Edit Content
Edit Content