0-1 tap gegn KR

Mfl.karla lék í gærkvöld æfingaleik gegn KR. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að sækja en besta færi fyrri hálfleiksins kom þegar Þórður Þorsteinn átti glæsilegt skot af 25 metra færi sem small í markstöng KR. Nær komust liðin ekki og staðan var því 0-0 í hálfleik. Lið ÍA í fyrri […]

Jólafrí yngri flokka

Nú í desember fara yngri flokkar KFÍA í jólafrí eins og undanfarin ár. Það verður eins og hér segir:   8.flokkur síðasta æfing fyrir jólafrí verður fimmtudaginn 3.des – byrjar aftur fimmtudaginn 7.janúar.   7.flokkur karla síðasta æfing fyrir jólafrí verður fimmtudaginn 3.des – byrjar aftur þriðjudaginn 5.janúar   7.flokkur kvenna Taka þátt í jólamóti […]

ÍA-Grótta 8-1

Annar æfingaleikur vetrarins fór fram á laugardaginn þegar okkar menn lögðu 2.deildar lið Gróttu með átta mörkum gegn einu. Fyrsta mark leiksins kom á 11.mínútu þegar Ólafur Valur skoraði eftir góða sókn. Ólafur Valur bætti öðru marki við á 23.mínútu eftir góðan undirbúning Tryggva Haraldssonar. Eftir annað markið kom slakur kafli þar sem Grótta náði […]

ÍA mætir Gróttu í Akraneshöll á morgun

Á morgun, laugardaginn 28.nóvember kl.11:00 fer fram æfingaleikur í mfl.karla þegar ÍA mætir Gróttu. Þetta er annar æfingaleikur liðsins en á dögunum lagði ungt lið Skagamanna lið Grindavíkur með fjórum mörkum gegn engu.   “Allur hópurinn hefur nú hafið æfingar að nýju en þeir sem léku í Pepsi deild í sumar fengu aðeins lengra frí. […]

Af U19 ára landsliði karla

U19 ára landslið karla tók þátt í undankeppni EM2016 10.-15. nóvember síðastliðinn. Riðill Íslands var leikinn á Möltu, og andstæðingarnir voru Danmörk og Ísrael, ásamt heimamönnum. Íslenska liðið hafnaði í 3. sæti riðilsins og á þar með ekki möguleika á að komast áfram í milliriðil þar sem árangur liðsins er ekki bestur af liðunum sem […]

ÍA-Grindavík 4-0

Fyrsti æfingaleikur vetrarins fór fram á laugardaginn þegar okkar menn lögðu lið Grindavíkur með fjórum mörkum gegn engu. Leikurinn byrjaði vel fyrir Skagamenn því eftir aðeins 6.mínútna leik skoraði Eggert Kári eftir góðan undirbúning Hilmars Halldórssonar. Strákarnir náðu ekki að bæta við mörkum í fyrri hálfleik þrátt fyrir ágæta spilamennsku og góð færi. Staðan var […]

Heiður og Veronica með nýjan samning

Heiður Heimisdóttir og Veronica Líf Þórðardóttir hafa báðar gert samning við ÍA í eitt ár.  Heiður sem er 22ja ára framherji lék 15 leiki í sumar og skoraði í þeim 4 mörk, en hún hefur leikið alls 41 leik fyrir ÍA og skorað í þeim 20 mörk.  Veronica Líf er 18 ára efnilegur kantmaður sem […]

ÍA semur við leikmenn

Knattspyrnufélag ÍA hefur endurnýjað samninga við marga af sínum leikmönnum á undanförnum vikum, auk þess sem að Andri Geir Alexandersson gengur að nýju til liðs við félagið.  Alls hefur félagið gert 16 leikmannasamninga á þessu ári við leikmenn sem munu vera hjá félaginu á næsta keppnistímabili. Andri Geir Alexandersson gengur á ný til liðs við […]

Ármann Smári framlengir við ÍA

Fyrirliði liðsins, Ármann Smári Björnsson, hefur komist að samkomulagi við félagið að framlengja samning sinn um 1 ár.  Ármann Smári hefur verið mikilvægur hlekkur í liði okkar Skagamanna undanfarin ár og því er það fagnaðarefni að hann sé tilbúinn í slaginn með okkur á næsta ári og hjálpi okkur að ná stöðugleika í deild þeirra […]

Hafþór valinn í U19 ára landsliðið

Skagamaðurinn Hafþór Pétursson sem skrifaði á dögunum undir sinn fyrsta samning við Knattspyrnufélag ÍA hefur verið valinn í landsliðshóp U19 ára landsliðs karla sem leikur í undankeppni EM2016 á Möltu 10.-15. nóvember næstkomandi.   Með Íslendingum í riðli eru, auk heimamanna á Möltu, Ísraelar og Danir. Þessi umferð undankeppninnar fer fram í þrettán riðlum og […]