ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

0-1 tap gegn KR

0-1 tap gegn KR

04/12/15

#2D2D33

Mfl.karla lék í gærkvöld æfingaleik gegn KR. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að sækja en besta færi fyrri hálfleiksins kom þegar Þórður Þorsteinn átti glæsilegt skot af 25 metra færi sem small í markstöng KR. Nær komust liðin ekki og staðan var því 0-0 í hálfleik.


Lið ÍA í fyrri hálfleik (3-5-2):

Árni Snær
Andri Geir-Ármann-Gylfi
          Þórður                                    Ólafur Valur
Arnar Már-Albert
Arnór Sig
Tryggvi-Eggert

 

Gerðar voru níu breytingar á Skagaliðinu í hálfleik. Leikurinn var þrátt fyrir markaleysið nokkuð fjörugur og liðin skiptust á að sækja. Ásgeir Marteinsson komst næst því að skora fyrir ÍA í seinni hálfleik en hitti boltann ekki nægilega vel eftir góðan undirbúning Steinars Þorsteinssonar. Það var svo KR sem náði loks að skora mark á síðustu mínútu leiksins. Svekkjandi tap staðreynd í leik sem var að mörgu leyti góður.

 

Lið ÍA í seinni hálfleik hálfleik (4-4-2):

Árni Snær (Guðmundur 85.mín)
Arnar Freyr-Arnór Snær-Hafþór-Aron Ingi
Steinar-Hallur-Albert (Oliver 65.mín)-Jón Vilhelm
Garðar-Ásgeir

 

Næsti leikur ÍA er gegn HK í Akraneshöll. Laugardaginn 12.desember kl.11:00

Edit Content
Edit Content
Edit Content